„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:31 Hópsmit er komið upp í Ölfuss. Vísir/Vilhelm Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira