„Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2021 10:31 Hópsmit er komið upp í Ölfuss. Vísir/Vilhelm Segja má að bæjarfélagið Þorlákshöfn liggi í hálfgerðum dvala í dag. Grunnskólanum og bókasafni hefur verið lokað, einungis nokkur börn eru á leikskólanum og æfingar falla niður. Bæjarstjóri segir reynt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fjögur kórónuveirusmit greindust utan sóttkvíar í Þorlákshöfn í fyrradag og í pósti Elliða Vignissonar bæjarstjóra Ölfuss var greint frá því að nokkrir foreldrar grunnskólanema hafi greinst smitaðir í gær. Grunnskólanum var lokað í dag að tillögu rakningarteymisins og í samtali við fréttastofu segist Elliði búast við að lokunin vari jafnvel lengur. Bókasafninu hefur einnig verið lokað og starf í íþróttahúsinu takmarkað. „Við vorum að vona fram eftir degi í gær að það hefði náðst að grípa það snemma inn í að það yrði ekki frekari útbreiðsla. En hún er skæð þessi veira og það er meiri útbreiðsla en við vonuðum,“ segir Elliði sem vill ekki gefa upp fjölda smitaðra. „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær,“ segir hann þó. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Vísir „Við beindum því síðan til foreldra barna í leikskólanum að halda börnum heima. Það hefur meiri samfélagsleg áhrif þegar leikskóla er lokað og við vildum ógjarnan koma viðbragðsaðilum eins og læknum, hjúkrunarfólki og fleirum í þá stöðu að geta ekki komist til vinnu af því leikskólinn væri lokaður. Og þetta hefur tekist mjög vel. Foreldrar taka fullan þátt í þessari orrustu og halda börnum sínum heima,“ segir Elliði og bætir við að einungis fimmtán börn af 111 séu á leikskólanum í dag. Hann segir að ákvörðun um frekari lokun í grunnskólanum verði tekin upp úr hádegi í dag. „En ég á frekar von á því að við verðum í svipuðum gír á morgun og við erum í dag.“ „Tryggasta leiðing til að takast á við þetta, auk persónubundna forvarna, eru lokanir á stærstu samkomu- og vinnustöðum og það eru skólarnir okkar,“ segir Elliði. „Þetta er enn á þeirri stærðargráðu að við erum að vonast til að ná utan um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum