Deane Williams lenti á öxl ÍR-ingsins eftir eina troðsluna: „Orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 12:30 Deane Williams í leiknum á móti ÍR-ingum í Breiðholtinu í gær. Vísir/Vilhelm Deane Williams bauð upp á geggjaður troðslur og alvöru tölur í sigri á ÍR-ingum í gærköldi og fékk líka sitt pláss í Domino´s Körfuboltakvöldi. Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum