Fagnar því að fá Valgeir aftur en segir ólíklegt að hann spili í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 13:00 Valgeir Valgeirsson kom með beinum hætti að níu mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/daníel Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fagnar því að fá Valgeir Valgeirsson aftur til félagsins. Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira