Þrjár goðsagnir Arsenal með Svíanum í kauptilrauninni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 11:00 Stuðningsmenn Arsenal efndu til mótmæla fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudagskvöld, þegar Arsenal tapaði þar fyrir Everton. Dúkka sem líktist Stan Kroenke eiganda félagsins mátti þola hengingu. Getty/Charlotte Wilson Daniel Ek, hinn sænski eigandi Spotify, hefur fengið þrjár af þekktustu stjörnunum úr „hinu ósigrandi“ liði Arsenal til að taka þátt í kaupum á félaginu. Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry. Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti