Hné Söru Sigmunds fékk „lokaorð“ frá eiganda sínum rétt fyrir aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var stressuð fyrir aðgerðina eins og má sjá á þessari mynd af henni á skurðarborðinu. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir fór í krossbandsaðgerð á dögunum og sýnir frá þessum mikilvæga degi í nýjasta endurkomumyndbandi sínu. Sara Sigmundsdóttir ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurkomu sinni eins og þeir væru fluga á vegg. Sara sleit krossaband nokkrum dögum áður en tímabilið hófst og verður ekkert með á 2021 tímabilinu. Nýjasta myndbandið fjallar um daginn sem Sara var mest stressuð fyrir eins og hún segir sjálf í kynningunni á því. Það er dagurinn þegar Sara gekkst undir aðgerðina á krossbandinu sem slitnaði á æfingunni afdrifaríku í byrjun mars. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Björnsson var með myndavélina á lofti og fékk að fylgja Söru inn fyrir allar dyr. Þau þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið mikið saman og hún treysti honum til að festa þetta allt saman á mynd. Úr verður mjög fróðleg heimild um leið Söru til baka inn í CrossFit íþróttina. „Það er ekki á hverjum degi sem þú ferð í aðgerð,“ segir Sara í viðtalinu í tengslum við þáttinn um aðgerðina hennar. Rétt fyrr aðgerðina kemur læknirinn inn til Söru og spyr hvort hún sé tilbúin. Til að létta aðeins á spennunni þá spyr hann Söru hvort hún eigi einhver lokaorð fyrir hnéð sitt. Sara tók vel í það og þakkaði hnénu sínu fyrir þjónustuna í gegnum árin en bætti um leið við að þetta hné muni gera enn betur á komandi árum. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) „Viltu segja eitthvað að lokum,“ spyr læknirinn og Sara horfir niður á veika hnéð og segir: „Þú gerðir góða hluti en þú gerir betri hluti eftir þennan dag,“ sagði Sara í léttum tón. Sara auðvitað með jákvæðnina að vopni sem fyrr. „Ég man eftir því að læknirinn sagðist ætla að syngja fyrir mig því hann ætlaði að syngja mig í svefn af því að ég var svo stressuð. Ég var svo dramatísk,“ sagði Sara. „Ég sofnaði náttúrulega strax og fékk því ekki að heyra hans frábæru rödd,“ sagði Sara en það má sjá þáttinn um þennan risastóra dag hennar hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurkomu sinni eins og þeir væru fluga á vegg. Sara sleit krossaband nokkrum dögum áður en tímabilið hófst og verður ekkert með á 2021 tímabilinu. Nýjasta myndbandið fjallar um daginn sem Sara var mest stressuð fyrir eins og hún segir sjálf í kynningunni á því. Það er dagurinn þegar Sara gekkst undir aðgerðina á krossbandinu sem slitnaði á æfingunni afdrifaríku í byrjun mars. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Björnsson var með myndavélina á lofti og fékk að fylgja Söru inn fyrir allar dyr. Þau þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið mikið saman og hún treysti honum til að festa þetta allt saman á mynd. Úr verður mjög fróðleg heimild um leið Söru til baka inn í CrossFit íþróttina. „Það er ekki á hverjum degi sem þú ferð í aðgerð,“ segir Sara í viðtalinu í tengslum við þáttinn um aðgerðina hennar. Rétt fyrr aðgerðina kemur læknirinn inn til Söru og spyr hvort hún sé tilbúin. Til að létta aðeins á spennunni þá spyr hann Söru hvort hún eigi einhver lokaorð fyrir hnéð sitt. Sara tók vel í það og þakkaði hnénu sínu fyrir þjónustuna í gegnum árin en bætti um leið við að þetta hné muni gera enn betur á komandi árum. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) „Viltu segja eitthvað að lokum,“ spyr læknirinn og Sara horfir niður á veika hnéð og segir: „Þú gerðir góða hluti en þú gerir betri hluti eftir þennan dag,“ sagði Sara í léttum tón. Sara auðvitað með jákvæðnina að vopni sem fyrr. „Ég man eftir því að læknirinn sagðist ætla að syngja fyrir mig því hann ætlaði að syngja mig í svefn af því að ég var svo stressuð. Ég var svo dramatísk,“ sagði Sara. „Ég sofnaði náttúrulega strax og fékk því ekki að heyra hans frábæru rödd,“ sagði Sara en það má sjá þáttinn um þennan risastóra dag hennar hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira