Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 19:12 Heimsfrægð er handan við hornið fyrir Húsavík, sem á lag á Óskarsverðlaununum í kvöld. Húsvíkingar opna hátíðina klukkan 22.38. Vísir/Vilhelm Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00