Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:30 Sigurlaug og Þorlákur hafa það gott í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg. Þorlákur Máni greindist með kórónuveiruna á sex ára afmælisdaginn en hefur ekki fengið nein einkenni. Þá virðist mamma hans ekki hafa smitast af honum. „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira