„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 15:59 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni. Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira