„Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2021 18:35 Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki gegn uppeldisfélaginu í dag. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum. Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
„Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum.
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira