Hinn 18 ára gamli Valgeir fór á láni til Brentford í Bretlandi að loknu síðasta tímabili og hefur leikið með varaliði félagsins. Svo virðist sem Brentford hafi ekki ákveðið að nýta sér kauprétt á kaupa og snýr hann aftur til HK í byrjun maímánaðar þegar lánsamningnum lýkur.
Síðasta sumar skoraði Valgeir fjögur mörk og lagði upp önnur fimm í 15 leikjum fyrir HK. Hann var svo kosinn besti leikmaður HK af samherjum sínum er tímabilinu lauk.
Íþróttadeild Vísis spáir HK 9. sæti í sumar líkt og síðustu tvö ár. Sú spá gerði ekki ráð fyrir Valgeiri og því má reikna með að HK setji markið töluvert hærra.
Valgeir Valgeirsson leikur með HK i sumar! Það er mikill fengur fyrir lið HK að fa Valgeir aftur til si n. I ...
Posted by HK Fótbolti on Friday, April 23, 2021