Með mikla áverka eftir handtöku í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:38 Maðurinn hlaut meðal annars hruflsár á höfði og stóran skurð á hnakka. Niðurstaða héraðssaksóknara í máli lögreglumanns, sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku, verður kærð til ríkissaksóknara. Gögn málsins sýna mikla áverka á hinum handtekna. Lögmanni hans blöskrar niðurstaða héraðssaksóknara. Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur. Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Lögreglumanninum var vikið tímabundið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtökuna. Málið var fellt niður í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Sprautaði varnarúða á manninn inni í bílnum Fréttastofa hefur tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins undir höndum en samkvæmt henni virðist rannsókn á málinu hafa verið mjög ítarleg. Samskipti mannsins og lögreglumannanna eru rakin í smáatriðum og meðal annars byggt á búkmyndavélum lögreglu. Hér sést mikill skurður á höfði mannsins eftir handtökuna. Fram kemur í tilkynningunni að maðurinn hafi verið stöðvaður af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hafi verið grunur um að hann væri Covid-smitaður. Á meðan maðurinn beið í bíl sínum eftir sérstakri Covid-bifreið hafi hann tekið af sér grímu til að kveikja í sígarettu en hvorki fylgt fyrirmælum lögreglu um að setja grímuna aftur á sig né slökkva í sígarettunni. Eftir það hafi lögreglumaðurinn sprautað á hann varnarúða og skipað honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn hafi svo slegið manninn með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn hafi þá komið ógnandi út úr bílnum og kýlt lögreglumanninn. Eftir það hafi komið til stympinga milli mannsins og lögreglu, sem hafi endað með því að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Loks hafi lögreglumaðurinn lokað kylfu sinni með því að ýta enda hennar í bak mannsins þar sem hann lá í jörðinni. Myndbandsupptökur sýni blóðpoll í götunni við höfuð mannsins. Úr tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins.Stöð 2/Ragnar Talið í lagi að beita kylfunni Meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og ljósmyndir af áverkum mannsins. Þar kemur fram að hann hafi verið með sár á höfði, andliti, hnakka og víðar. Réttarmeinafræðingur taldi að hluti áverkanna gæti verið eftir högg með „hörðu aflöngu áhaldi.“ Í niðurstöðu héraðssaksóknara er sagður vafi á því hvort lögreglumaðurinn hafi mátt nota kylfuna þegar maðurinn var inni í bílnum. Notkun kylfunnar er þó metin í lagi, þar sem maðurinn hafi ítrekað hundsað fyrirmæli og aðstæður erfiðar. Þá segir að af upptökum sé ekki hægt að sjá að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið af ásetningi, enda atburðarásin hröð. Allt önnur sýn á atburðarásina Ólafur Valur Guðjónsson lögmaður mannsins segir að honum blöskri niðurstaða héraðssaksóknara og að hún sé ekki í samræmi við myndbandsupptökur af atburðarásinni. Í þeim komi skýrt fram að lögreglumaðurinn hafi slegið manninn í höfuðið með kylfunni af ásetningi. Niðurstaðan verði kærð til ríkissaksóknara. „Þetta kom okkur verulega á óvart. Maður er með allt aðra sýn á atburðarásina en héraðssaksóknari eftir að hafa séð upptökurnar. Manni finnst þessu rangt lýst í bréfi héraðssaksóknara. Þetta snýst fyrst og fremst um höfuðhöggið, það er engan veginn þannig að það hafi verið veitt í sjálfsvörn,“ segir Ólafur.
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Mál á hendur lögreglumanni um meint ofbeldi við handtöku fellt niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem var til rannsóknar vegna meints ofbeldis við handtöku í Hafnarfirði í nóvember. Lögreglumaðurinn hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í leyfi vegna málsins. 22. apríl 2021 12:01