Keflvíkingar hafa harma að hefna eftir rassskellinn í Garðabænum í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 16:11 Það verða örugglega flott tilþrif eins og þessi í Keflavík í kvöld. Hér reynir Keflvíkingurinn Deane Williams að troða boltanum í körfu Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta en heimamenn í Keflavík fara langt með að tryggja sér endanlega deildarmeistaratitilinn með sigri. Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira