Spyrnudólgar gera Vesturbæingum gramt í geði Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 12:19 Bílafantarnir eru komnir á stjá á Grandanum Vesturbæingum til mikils ama og hrellingar. Hávaðinn sem myndast þegar menn eru að reykspóla, jafnvel á hljóðkútslausum bílum sínum, getur verið ægilegur. Teitur Atlason hefur ritað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu opinbert kvörtunarbréf vegna ökufanta sem safnast saman úti á Granda og eru að gera Vesturbæinga gráhærða með látum og háskaakstri. Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið. Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið.
Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira