Spyrnudólgar gera Vesturbæingum gramt í geði Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 12:19 Bílafantarnir eru komnir á stjá á Grandanum Vesturbæingum til mikils ama og hrellingar. Hávaðinn sem myndast þegar menn eru að reykspóla, jafnvel á hljóðkútslausum bílum sínum, getur verið ægilegur. Teitur Atlason hefur ritað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu opinbert kvörtunarbréf vegna ökufanta sem safnast saman úti á Granda og eru að gera Vesturbæinga gráhærða með látum og háskaakstri. Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið. Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Vesturbæingurinn Teitur vekur máls á því, á Facebooksíðu lögreglunnar, að rétt eins og náttúran taki við sér og líf vakni að vori, þá vakni einnig verri hlutir: „Hraðakstur á Hringbraut er árviss viðburður þegar vora tekur og sumarið gengur í garð. Það eru kappaksturshópar sem hittast á Grandanum og þangað þeysast þeir með miklum og truflandi hávaða á kvöldin.“ Vísir hefur áður fjallað um þetta fyrirbæri og Vesturbæingar hafa lengi kvartað undan þessu en allt kemur fyrir ekki. Til dæmis má sjá í frétt Vísis frá árinu 2016 að þetta er þrálátur vandi: Vælandi dekk og spyrnuakstur hafa haldið vöku fyrir íbúum í Vesturbænum sem standa ráðþrota frammi fyrir vandamálinu. Sjá má myndbandsupptöku en þar hamast ökufantur á bíl sínum sem mest hann má. Fram kemur að Byko-planið er orðið hið nýja Hallærisplan, þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. Teitur Atlason hefur biðlað opinberlega til lögreglunnar, að hún reyni að stemma stigu við þessum vanda.vísir/frosti Tugir mæta á bílum sínum og vilja sýna bílakúnstir sem felst í spyrnum á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum. Hávaðinn sem fylgir er óskaplegur. Fátt virðist breytast: „Það er eins og sumir ráði ekki við sig að sjá beina Hringbílarbrautina þegar sólin er lágt á lofti og gatan tóm. Þetta er afskaplega hvimleitt og íbúar við Hringbraut hafa bundist samtökum gegn þessari óværu,“ segir Teitur. Hann hvetur lögregluna til dáða; að hraðamæla Hringbraut (frá Suðurgötu og að Ánanaustum). „Þar er 40 km hámarkshraði sem margir virða að vettugi. Endilega mælið þegar hraða-fíklarnir fara á stjá. Læti byrja upp úr kl 20 og standa oft fram yfir miðnætti.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heitir Teiti því að hún muni skoða málið.
Skipulag Umferðaröryggi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira