Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 16:26 Í kirkjugörðum Reykjavíkur eru starfsmenn héðan í frá í fríi eftir hádegi á föstudögum. Þetta kemur að sögn útfararstjóra svo mikið niður á þjónustunni þá daga, að fólk neyðist til að jarða á öðrum tíma vikunnar. Vísir/Vilhelm Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar. Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar. Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira