„Þetta var alveg svakalega mikið högg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2021 15:32 Anna Fríða Gísladóttir vinnur í dag sem markaðsstjóri BioEffect en var orðin markaðsstjóri Dominos á Íslandi 24 ára. @saga sig Anna Fríða Gísladóttir starfar í dag sem markaðsstjóri og er hún nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“