Segist hvorki hafa tæklað neinn harkalega né kýlt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 21:31 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, og Ísak Snær. ÍA Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að æfingaleikur KR og ÍA í knattspyrnu hefði verið flautaður af þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þar sem mönnum var svo heitt í hamsi. Ísak Snær Þorvaldsson segir málið vera blásið allverulega upp. Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira