Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 14:29 Olga Margrét Cilia var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu þingkosningum. Hún tók sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þegar hún fór í fæðingarorlof. Píratar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. Annað þeirra átti Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ítrekað mótmælt ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Hitt var frá Olgu Margréti Ciliu, varaþingmanni Pírata, sem tók sæti á Alþingi fyrr í þessum mánuði í staðinn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Olga hafði einnig tekið sæti Þórhildar Sunnu stuttlega í febrúar. Ekki hlynnt því að loka landamærum alfarið Olga Margrét Cilia var í þriðja sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík suður í síðustu alþingiskosningum, en Þórhildur Sunna efst og Björn Leví Gunnarsson í öðru. Hún hefur verið varaþingmaður frá 2018, en fór fyrst í framboð 2016. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði og lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2018. Olga segir í samtali við Vísi að hún hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu vegna þess að það sat illa í henni eftir að hafa lesið það oft yfir. Hún hafi ekki getað farið gegn eigin sannfæringu, enda telur hún verið að takmarka réttindi fólks með frumvarpi sem er unnið í fljótfærni. „Ég er hlynnt takmörkunum og átta mig á að það þurfi að takmarka réttindi fólks en ég er á móti þessu frumvarpi á þeim grundvelli að ég tel það vanvirðingu að skerða réttindi einstakling með frumvarpi sem er samið á einum degi,“ segir Olga. Í ræðu frá 26. mars, þegar enginn var enn skikkaður til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins, hvatti Olga til hertra aðgerða á landamærunum. Þá var nýbúið að grípa til hertra sóttvarnaráðstafana. „Þess vegna fannst mér skjóta svolítið skökku við að það voru ekki hertar aðgerðir á landamærunum. Ég er ekki hlynnt því að loka þeim alfarið en ég hefði viljað sjá einhvers konar aðgerðir sem eru í samræmi við þær aðgerðir sem við þurfum að búa við hér innan lands næstu þrjár vikurnar,“ sagði Olga. „Er verið að forgangsraða ferðamannaiðnaðinum fram yfir þá sem búa á Íslandi?“ spurði hún síðan. Helmingur flokka greiddi engin atkvæði Einkar fáir þingmenn greiddu atkvæði við afgreiðslu málsins miðað við víðtækar afleiðingar lagabreytinganna og mikillar umræðu sem hefur skapast í tengslum við málið. 30 greiddu atkvæði, 28 sögðu já, tveir nei og 22 greiddu ekki atkvæði þrátt fyrir að vera viðstaddir fundinn. Fjarverandi voru ellefu. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að honum hafi þótt upphaflegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar of víðtækar. Birgir Ármannsson var einn úr Sjálfstæðisflokki sem greiddi ekki atkvæði. Já: Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson. Nei: Olga Margrét Cilia, Sigríður Á. Andersen Greiddi ekki atkvæði: Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson. Fjarverandi: Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Uppfært 16.03: Fréttin var uppfærð og tilvitnun í Olgu bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. 22. apríl 2021 12:19 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Annað þeirra átti Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ítrekað mótmælt ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Hitt var frá Olgu Margréti Ciliu, varaþingmanni Pírata, sem tók sæti á Alþingi fyrr í þessum mánuði í staðinn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Olga hafði einnig tekið sæti Þórhildar Sunnu stuttlega í febrúar. Ekki hlynnt því að loka landamærum alfarið Olga Margrét Cilia var í þriðja sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík suður í síðustu alþingiskosningum, en Þórhildur Sunna efst og Björn Leví Gunnarsson í öðru. Hún hefur verið varaþingmaður frá 2018, en fór fyrst í framboð 2016. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði og lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2018. Olga segir í samtali við Vísi að hún hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu vegna þess að það sat illa í henni eftir að hafa lesið það oft yfir. Hún hafi ekki getað farið gegn eigin sannfæringu, enda telur hún verið að takmarka réttindi fólks með frumvarpi sem er unnið í fljótfærni. „Ég er hlynnt takmörkunum og átta mig á að það þurfi að takmarka réttindi fólks en ég er á móti þessu frumvarpi á þeim grundvelli að ég tel það vanvirðingu að skerða réttindi einstakling með frumvarpi sem er samið á einum degi,“ segir Olga. Í ræðu frá 26. mars, þegar enginn var enn skikkaður til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins, hvatti Olga til hertra aðgerða á landamærunum. Þá var nýbúið að grípa til hertra sóttvarnaráðstafana. „Þess vegna fannst mér skjóta svolítið skökku við að það voru ekki hertar aðgerðir á landamærunum. Ég er ekki hlynnt því að loka þeim alfarið en ég hefði viljað sjá einhvers konar aðgerðir sem eru í samræmi við þær aðgerðir sem við þurfum að búa við hér innan lands næstu þrjár vikurnar,“ sagði Olga. „Er verið að forgangsraða ferðamannaiðnaðinum fram yfir þá sem búa á Íslandi?“ spurði hún síðan. Helmingur flokka greiddi engin atkvæði Einkar fáir þingmenn greiddu atkvæði við afgreiðslu málsins miðað við víðtækar afleiðingar lagabreytinganna og mikillar umræðu sem hefur skapast í tengslum við málið. 30 greiddu atkvæði, 28 sögðu já, tveir nei og 22 greiddu ekki atkvæði þrátt fyrir að vera viðstaddir fundinn. Fjarverandi voru ellefu. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að honum hafi þótt upphaflegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar of víðtækar. Birgir Ármannsson var einn úr Sjálfstæðisflokki sem greiddi ekki atkvæði. Já: Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson. Nei: Olga Margrét Cilia, Sigríður Á. Andersen Greiddi ekki atkvæði: Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson. Fjarverandi: Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Uppfært 16.03: Fréttin var uppfærð og tilvitnun í Olgu bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. 22. apríl 2021 12:19 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. 22. apríl 2021 12:19
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59