Dominos-deild karla fer aftur stað með hörkuleikjum: Tveir stórleikir í beinni á Stöð 2 Sport Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 12:01 Bæði KR og Tindastóll eru eldlínunni í kvöld. Vísir/Elín Björg Í dag fer Dominos-deild karla í körfubolta af stað á nýjan leik eftir að hafa verið á ís síðan 25. mars. Nú hefur verið grænt ljós að keppni geti hafist á nýjan leik og eru fjórir hörkuleikir á dagskrá Dominos-deildarinnar í dag. Í gær hófst keppni að nýju í Dominos-deild kvenna en það verður að viðurkennast að síðasta ár hefur verið vægast sagt fordæmalaust. Vonandi er sá tími að baki og núna fáum við íþróttir í æð linnulaust næstu mánuði. Borgarbörnin mæta á Egilsstaði Valur heimsækir Hött í fyrsta leik dagsins. Sá er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.05. Heimamenn eru í bullandi fallbaráttu og hafa aðeins unnið fjóra leiki af 16 til þessa. Það er spurning hvernig Viðar Örn Hafsteinsson hefur undirbúið sína menn fyrir leikinn en liðið hefur oft verið grátlega nálægt því að landa tveimur stigum. Til að mynda hefur liðið tapað tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum með aðeins einu stigi, gegn KR og Stjörnunni. Hvað Valsmenn varðar var liðið á miklu skriði áður en öllu var skellt í lás. Höfðu þeir til að mynda unnið síðustu fimm leiki og voru komnir upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Þór Akureyri. Kristófer Acox hefur vonandi náð sér af meiðslum í pásunni og ætti rimma hans gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni undir körfunni að vera hörkuskemmtun í kvöld. Tekst Kristófer Acox að láta ljós sitt skína á Egilsstöðum?Vísir/Vilhelm Fer ÍR langleiðina með að sökkva Haukum? Haukar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig. ÍR liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum áður en allt fór í skrúfuna. Liðið mallar þó áfram eins og svo oft áður undir stjórn Borche Ilievski. Það er spurning hvernig ellismellirnir Zvonko Buljan og Everage Lee Richardson koma út úr pásunni en þeir hafa borið sóknarleik ÍR upp það sem af er tímabili. ÍR-vélin heldur áfram að malla undir styrkri stjórn Borche.vísir/bára Stólarnir verða að vinna Á Sauðárkrók eru Þórsarar frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir hafa komið öllum á óvart og sitja sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Val. Þar á eftir koma ÍR og Tindastóll með 14 stig en Stólarnir eru sem stendur í 9. sæti. Eitthvað sem er ekki boðlegt á þeim bænum. Það má því reikna með hörkuleik á Króknum í kvöld þar sem allt verður lagt í sölurnar. Stólarnir náðu góðum sigri gegn Hetti í síðustu umferð á meðan Þórsarar gerðu góða ferð til Reykjavíkur og lögðu Íslandsmeistara KR. Það er hins vegar töluvert síðan þeir leikir fóru fram og því getur allt gerst í kvöld. Íslandsmeistararnir í heimsókn Síðasti leikur dagsins er svo leikur Íslandsmeistara KR og spútnikliðs deildarinnar, Þórs Þorlákshafnar. Gestirnir eiga harma að hefna en Þórsarar pökkuðu þeim saman fyrr á leiktíðinni, lokatölur þá 107-77 Þórsurum í vil. Spilamennska KR hefur verið sveiflukennd og erfitt að lesa í við hverju má búast frá þeim. Stundum skorar liðið yfir 100 stig og leyfir andstæðingum sínum slíkt hið sama, á öðrum degi skora þeir varla yfir 80 stig en halda mótherjanum að sama skapi niðri. Þórsarar hafa verið frábærir það sem af er leiktíð.Vísir/Elín Björg Þórsarar eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 22 stig. Er það að miklu leyti frábærum frammistöðum Larry Thomas að þakka að ógleymdum Adomas Drunilas. Þá þarf að nefna Þorlákshafnarundrið hann Styrmi Snæ Þrastarson en hann hefur heldur betur stolið fyrirsögnunum það sem af er leiktíð. KR er hins vegar aðeins með tveimur stigum minna og í Vesturbænum fara menn venjulega að hitna á þessum árstíma. Það má því reikna með frábærum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst hún klukkan 20.05 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Í gær hófst keppni að nýju í Dominos-deild kvenna en það verður að viðurkennast að síðasta ár hefur verið vægast sagt fordæmalaust. Vonandi er sá tími að baki og núna fáum við íþróttir í æð linnulaust næstu mánuði. Borgarbörnin mæta á Egilsstaði Valur heimsækir Hött í fyrsta leik dagsins. Sá er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.05. Heimamenn eru í bullandi fallbaráttu og hafa aðeins unnið fjóra leiki af 16 til þessa. Það er spurning hvernig Viðar Örn Hafsteinsson hefur undirbúið sína menn fyrir leikinn en liðið hefur oft verið grátlega nálægt því að landa tveimur stigum. Til að mynda hefur liðið tapað tveimur af síðustu fjórum leikjum sínum með aðeins einu stigi, gegn KR og Stjörnunni. Hvað Valsmenn varðar var liðið á miklu skriði áður en öllu var skellt í lás. Höfðu þeir til að mynda unnið síðustu fimm leiki og voru komnir upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Þór Akureyri. Kristófer Acox hefur vonandi náð sér af meiðslum í pásunni og ætti rimma hans gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni undir körfunni að vera hörkuskemmtun í kvöld. Tekst Kristófer Acox að láta ljós sitt skína á Egilsstöðum?Vísir/Vilhelm Fer ÍR langleiðina með að sökkva Haukum? Haukar hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig. ÍR liðið hafði aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum áður en allt fór í skrúfuna. Liðið mallar þó áfram eins og svo oft áður undir stjórn Borche Ilievski. Það er spurning hvernig ellismellirnir Zvonko Buljan og Everage Lee Richardson koma út úr pásunni en þeir hafa borið sóknarleik ÍR upp það sem af er tímabili. ÍR-vélin heldur áfram að malla undir styrkri stjórn Borche.vísir/bára Stólarnir verða að vinna Á Sauðárkrók eru Þórsarar frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir hafa komið öllum á óvart og sitja sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 16 stig ásamt Grindavík og Val. Þar á eftir koma ÍR og Tindastóll með 14 stig en Stólarnir eru sem stendur í 9. sæti. Eitthvað sem er ekki boðlegt á þeim bænum. Það má því reikna með hörkuleik á Króknum í kvöld þar sem allt verður lagt í sölurnar. Stólarnir náðu góðum sigri gegn Hetti í síðustu umferð á meðan Þórsarar gerðu góða ferð til Reykjavíkur og lögðu Íslandsmeistara KR. Það er hins vegar töluvert síðan þeir leikir fóru fram og því getur allt gerst í kvöld. Íslandsmeistararnir í heimsókn Síðasti leikur dagsins er svo leikur Íslandsmeistara KR og spútnikliðs deildarinnar, Þórs Þorlákshafnar. Gestirnir eiga harma að hefna en Þórsarar pökkuðu þeim saman fyrr á leiktíðinni, lokatölur þá 107-77 Þórsurum í vil. Spilamennska KR hefur verið sveiflukennd og erfitt að lesa í við hverju má búast frá þeim. Stundum skorar liðið yfir 100 stig og leyfir andstæðingum sínum slíkt hið sama, á öðrum degi skora þeir varla yfir 80 stig en halda mótherjanum að sama skapi niðri. Þórsarar hafa verið frábærir það sem af er leiktíð.Vísir/Elín Björg Þórsarar eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 22 stig. Er það að miklu leyti frábærum frammistöðum Larry Thomas að þakka að ógleymdum Adomas Drunilas. Þá þarf að nefna Þorlákshafnarundrið hann Styrmi Snæ Þrastarson en hann hefur heldur betur stolið fyrirsögnunum það sem af er leiktíð. KR er hins vegar aðeins með tveimur stigum minna og í Vesturbænum fara menn venjulega að hitna á þessum árstíma. Það má því reikna með frábærum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst hún klukkan 20.05 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira