Telja að áhorf muni rúmlega þrefaldast með auðveldara aðgengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2021 15:46 Það stefnir í að töluvert fleiri fylgist með Dagnýju Brynjarsdóttur og Maríu Þórisdóttur á næstu leiktíð. Zac Goodwin/Getty Images Ný rannsókn sýnir að áhorf á kvennaknattspyrnu gæti aukist um að allt að 350 prósent með auknu aðgengi og sýnileika. The Guardian greinir frá og vitnar þar í rannsókn frá fyrr í vikunni þar sem í ljós kom að það er eftirspurn eftir auðveldara aðgengi að kvennaknattspyrnu. Þar segir að áhorf á kvennaknattspyrnu í Bretlandi gæti aukist um 296,7 prósent ef leikirnir væru aðgengilegri í sjónvarpi. Innan Evrópusambandsins gæti aukningin orðið allt að 358,7% og svo 304,6% í Bandaríkjunum. Könnunin var gerð eftir að Women´s Super League – úvalsdeild kvenna í Englandi – gerði nýjan átta milljón punda sjónvarpssamning. Verða leikirnir nú sýndir á rásum breska ríkisútvarpsins [BBC] sem og aðalrásum Sky Sports. New report finds an increase in accessibility of women s football could lead to viewing figures shooting up by more than 350% globally. Story: @SuzyWrack https://t.co/Sr03vzkE7X— Guardian sport (@guardian_sport) April 21, 2021 „Þetta kemur mér ekki á óvart. Nýi sjónvarpssamningurinn þýðir reglulegri umfjöllun fyrir breska áhorfendur – karlkyns, kvenkyns, þá sem hafa ekki áhuga á fótbolta og þar fram eftir götunum – við munum venjast því að íþróttin sé þarna og að hún verði þá hluti af íþróttalegri menningu okkar,“ sagði Dr. Beth Fielding Lloyd. Hún starfar við Sheffield Hallam-háskólann sem fyrirlesari á sviðum íþrótta og þjálfunar. Könnun sýnir einnig að 61,9% þeirra sem horfa á kvennaknattspyrnu í Bretlandi eru karlmenn og að 34,4% karla og 27,1% kvenna myndu horfa ef leikina ef þeir væru sjónvarpaðir. Áðurnefndur sjónvarpssamningur gerir leikina mun sýnilegri en áður þar sem leikir hafa nær eingöngu verið sýndir á hliðar- eða vefrásum. Við minnum á að Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst nú í byrjun maí mánaðar og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki þann 4. maí á Kópavogsvelli. Degi síðar mætast Valur og Stjarnan að Hlíðarenda. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
The Guardian greinir frá og vitnar þar í rannsókn frá fyrr í vikunni þar sem í ljós kom að það er eftirspurn eftir auðveldara aðgengi að kvennaknattspyrnu. Þar segir að áhorf á kvennaknattspyrnu í Bretlandi gæti aukist um 296,7 prósent ef leikirnir væru aðgengilegri í sjónvarpi. Innan Evrópusambandsins gæti aukningin orðið allt að 358,7% og svo 304,6% í Bandaríkjunum. Könnunin var gerð eftir að Women´s Super League – úvalsdeild kvenna í Englandi – gerði nýjan átta milljón punda sjónvarpssamning. Verða leikirnir nú sýndir á rásum breska ríkisútvarpsins [BBC] sem og aðalrásum Sky Sports. New report finds an increase in accessibility of women s football could lead to viewing figures shooting up by more than 350% globally. Story: @SuzyWrack https://t.co/Sr03vzkE7X— Guardian sport (@guardian_sport) April 21, 2021 „Þetta kemur mér ekki á óvart. Nýi sjónvarpssamningurinn þýðir reglulegri umfjöllun fyrir breska áhorfendur – karlkyns, kvenkyns, þá sem hafa ekki áhuga á fótbolta og þar fram eftir götunum – við munum venjast því að íþróttin sé þarna og að hún verði þá hluti af íþróttalegri menningu okkar,“ sagði Dr. Beth Fielding Lloyd. Hún starfar við Sheffield Hallam-háskólann sem fyrirlesari á sviðum íþrótta og þjálfunar. Könnun sýnir einnig að 61,9% þeirra sem horfa á kvennaknattspyrnu í Bretlandi eru karlmenn og að 34,4% karla og 27,1% kvenna myndu horfa ef leikina ef þeir væru sjónvarpaðir. Áðurnefndur sjónvarpssamningur gerir leikina mun sýnilegri en áður þar sem leikir hafa nær eingöngu verið sýndir á hliðar- eða vefrásum. Við minnum á að Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hefst nú í byrjun maí mánaðar og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fylki þann 4. maí á Kópavogsvelli. Degi síðar mætast Valur og Stjarnan að Hlíðarenda.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti