Frammistaða Samgöngustofu í eftirliti með WOW hafði áhrif á að staða forstjóra var auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2021 19:20 Ríkisendurskoðun gagnrýnir frammistöðu Samgöngustofu í eftirliti með WOW Air rúma síðasta árið sem félagið starfaði fyrir gjaldþrot í lok mars 2019. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ófullnægjandi framgöngu Samgöngustofu í eftirliti með fjárhagsstöðu WOW Air hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að auglýsa stöðu forstjóra stofnunarinnar lausa til umsóknar. Þáverandi forstjóri var einn umsækjenda en var ekki endurráðinn. Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana. WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana.
WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08