Frammistaða Samgöngustofu í eftirliti með WOW hafði áhrif á að staða forstjóra var auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2021 19:20 Ríkisendurskoðun gagnrýnir frammistöðu Samgöngustofu í eftirliti með WOW Air rúma síðasta árið sem félagið starfaði fyrir gjaldþrot í lok mars 2019. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ófullnægjandi framgöngu Samgöngustofu í eftirliti með fjárhagsstöðu WOW Air hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að auglýsa stöðu forstjóra stofnunarinnar lausa til umsóknar. Þáverandi forstjóri var einn umsækjenda en var ekki endurráðinn. Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana. WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana.
WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08