Lífið

Sannleikurinn um son minn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rober er einstaklega stoltur af syni sínum og öllum einhverfum börnum. 
Rober er einstaklega stoltur af syni sínum og öllum einhverfum börnum. 

Blár apríl, styrktarfélag barna með einhverfu, var stofnað árið 2013 og er markmið félagsins að stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu.

Apríl er í raun alþjóðlegur mánuður einhverfra barna og vakti YouTube-stjarnan Mark Rober athygli á því að hann á einhverfan dreng á rás sinni á dögunum.

Myndbandið var gefið út undir yfirskriftinni Sannleikurinn um son minn.

Verkfræðingurinn Mark Rober hefur getið sér gott orð á Youtube fyrir fjölmörg skemmtileg myndbönd þar sem hann hannar ótrúlegustu hluti. Rober er ein vinsælasta YouTube-stjarna heims og horfa milljónir á hvert einasta myndband hans.

 

Í myndbandinu segist vera mjög prívat maður og tali aldrei um fjölskyldu sína á rás sinni. Sonur hans er einhverfur.

Rober sýndi frá hæfileikum drengs sem er vinur sonar hans í myndbandinu en hann getur alltaf sagt hvaða vikudagur ákveðin dagsetning er, þó hann þurfi að hugsa mörg ár aftur í tímann.

Rober segir að sonur sinn sé með ákveðin ofurkraft sem er að hann getur alltaf glatt fólk í kringum sig. 

Myndbandið er í heild sinni helgar einhverfum börnum og má sjá það hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×