62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 10:07 Komufarþegar til landsins eiga þess nú kost að fara á sóttvarnarhótel endurgjaldslaust. Vísir/Egill Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ríflega 62 prósent hefðu hins vegar kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Loks hefðu tæplega fjögur prósent kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar. Hátt í níu af hverjum tíu tóku afstöðu til þess hver fullyrðinganna lýsti best þeirra skoðun. Um fimm prósent sögðu enga þeirra lýsa sinni skoðun og tæplega 6% til viðbótar tóku ekki afstöðu. Með nýjum reglum á landamærum sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn var farþegum sem komu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum gert að dvelja í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli. Eftir kærur frá farþegum kvað héraðsdómur hins vegar upp þann úrskurð að ekki væri lagaheimild fyrir reglunum. Eftir að Landsréttur hafði vísað frá kæru sóttvarnarlæknis á úrskurði Héraðsdóms tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi þann 9. apríl, en hún fól í sér að komufarþegar sem ættu að fara í sóttkví gætu verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurt var, hvaða skoðun hafa landsmenn? Ég er sátt(ur) við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Ég hefði kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð Ég hefði kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar Ekki er marktækur munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun eða tekjum en töluverður munur eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn skera sig nokkuð úr. Tæplega 46% þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví á sóttvarnarhóteli og lögum breytt til að heimila það, á meðan um 61-73% þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Eins eru nær 49% Sjálfstæðismanna sátt við reglugerð sem heimilar komufarþegum að vera í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á meðan þeir sem kysu aðra flokka eru ólíklegri til að vera sáttir við hana. Tæplega 16% þeirra sem kysu Pírata eru sátt við reglugerðina og 24% þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, en um 30-38% þeirra sem kysu aðra flokka. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ríflega 62 prósent hefðu hins vegar kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Loks hefðu tæplega fjögur prósent kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar. Hátt í níu af hverjum tíu tóku afstöðu til þess hver fullyrðinganna lýsti best þeirra skoðun. Um fimm prósent sögðu enga þeirra lýsa sinni skoðun og tæplega 6% til viðbótar tóku ekki afstöðu. Með nýjum reglum á landamærum sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn var farþegum sem komu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum gert að dvelja í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli. Eftir kærur frá farþegum kvað héraðsdómur hins vegar upp þann úrskurð að ekki væri lagaheimild fyrir reglunum. Eftir að Landsréttur hafði vísað frá kæru sóttvarnarlæknis á úrskurði Héraðsdóms tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi þann 9. apríl, en hún fól í sér að komufarþegar sem ættu að fara í sóttkví gætu verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurt var, hvaða skoðun hafa landsmenn? Ég er sátt(ur) við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Ég hefði kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð Ég hefði kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar Ekki er marktækur munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun eða tekjum en töluverður munur eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn skera sig nokkuð úr. Tæplega 46% þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví á sóttvarnarhóteli og lögum breytt til að heimila það, á meðan um 61-73% þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Eins eru nær 49% Sjálfstæðismanna sátt við reglugerð sem heimilar komufarþegum að vera í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á meðan þeir sem kysu aðra flokka eru ólíklegri til að vera sáttir við hana. Tæplega 16% þeirra sem kysu Pírata eru sátt við reglugerðina og 24% þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, en um 30-38% þeirra sem kysu aðra flokka.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira