Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 14:31 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem unnið hefur sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Getty/Andrea Staccioli „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ Þetta er niðurlagið í ákalli íslensks afreksíþróttafólks eftir hjálp, sem sent var á fjölmiðla í dag. Íþróttafólkið ítrekar í ákalli sínu beiðni til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um aðgerðir í kjara- og réttindamálum þess, og birtir bréf sem Lilja fékk afhent fyrir 18 mánuðum. Undir ákallið skrifa sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og hlauparinn Hlynur Andrésson. Bent er á þá staðreynd að Anton sé í dag eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hafi lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Útlit sé fyrir að Ísland sendi fámennustu sveit sína á Ólympíuleika í yfir 100 ár. Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur lagt mikið á sig til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum.Instagram/@eddahannesd Íslenskt afreksíþróttafólk í einstaklingsgreinum hefur um árabil kallað eftir því að geta helgað sig sinni íþróttagrein til að standast betur alþjóðlega samkeppni. Enginn launasjóður er starfræktur fyrir íþróttafólk hér á landi en í ákallinu er bent á þingsályktunartillögu Helgu Völu Helgadóttur um slíkan sjóð, í anda launasjóðs stórmeistara í skák og launasjóða listamanna. Helsti opinberi stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi hefur verið í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ sem áætlar að úthluta 515 milljónum króna á árinu 2021. Þeir styrkir fara til aðildarsambanda ÍSÍ og eru hugsaðir til að hjálpa íþróttafólki að ná árangri í alþjóðlegri keppni en skila sér ekki í starfslaunum með tilheyrandi réttindum. Í ákallinu sem sjá má hér að neðan kveðst íþróttafólkið einfaldlega ekki geta beðið lengur eftir bættum kjörum. Yfirlýsingu hópsins og bréf sem sent var til mennta- og menningarmálaráðherra í desember 2019, má sjá hér að neðan. Hlynur Andrésson hefur sett fjölda Íslandsmeta og var afar nálægt því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó með sínu fyrsta maraþonhlaupi í síðasta mánuði. Ákallið frá íslensku afreksíþróttafólki: Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp Afreksíþróttafólk Íslands setur spurningamerki við stuðning ríkisstjórnarinnar á afreksstefnu Íslands í íþróttum. Enn hefur ekkert verið aðhafst í kjara- og réttindamálum afreksíþróttafólks á Íslandi þegar tæplega eitt og hálft ár er liðið frá bréfi afreksíþróttafólks til mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur þrátt fyrir stöðugar ítrekanir til þingmanna, ráðherra og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í kjölfar ofangreinds bréfs og áskorunar sem afhent var Lilju í desember 2019 sagði ráðherra að hún myndi beita sér fyrir réttinda- og launamálum afreksíþróttafólk og sýna stuðning til afreksíþrótta á Íslandi. Nú hafa Hanna Katrín (Viðreisn) og Helga Vala (Samfylking) lagt fram þingsályktunartillögur um réttindi afreksíþróttafólks og afreksstefnu Íslands sem hafa setið fastar í allsherjar- og menntamálanefnd. Á sama tíma hefur ekkert stjórnarfrumvarp verið lagt fram af ríkisstjórninni sjálfri. Þar að auki sat afreksíþróttafólk eftir þegar hinar ýmsu stéttir samfélagsins fengu stuðning vegna COVID-19 faraldursins, til dæmis aukning við listamannalaun. COVID-19 hafði mikil áhrif á tekjumöguleika afreksíþróttafólks þar sem flestum íþróttaviðburðum varð aflýst eða frestað árið 2020 og 2021, þ.á.m Ólympíuleikunum, heimsmeistaramótum, heimsbikarskeppnum, evrópumeistaramótum og svo framv. Við höfum beðið í langan tíma með von í hjarta um að eitthvað yrði gert í réttindamálum okkar og mótuð heildstæð stefna í afreksíþróttum á Íslandi, eins og við sjáum að er til staðar hjá keppinautum okkar í þeim löndum sem við miðum okkur við. Við getum einfaldlega ekki beðið lengur. Framundan eru Ólympíuleikar og í kjölfarið taka við nokkur ár af stanslausum æfingum og keppnum þarf sem þarf að færa mikið af fórnum og vera áfram réttindalaus í íslensku samfélagi til þess að vera fulltrúi Íslands á næstu Ólympíuleikum, stærsta íþróttasviði heims. Þetta er ákvörðun sem besta íþróttafólk í einstaklingsíþróttum á Íslandi stendur frammi fyrir og er ástæðan fyrir því að fæst þeirra halda áfram til að ná toppnum í sinni íþrótt og standa á verðlaunapalli á stórmótum fyrir Íslands hönd. Það er einungis einn íslenskur íþróttamaður, sundmaður Anton Sveinn McKee, sem hefur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókyó sem haldnir verða í sumar. Það lítur út fyrir að Ísland muni senda sitt minnsta lið á Ólympíuleikana í yfir 100 ár, en liðið hefur ekki verið minna síðan á Ólympíuleikunum í London árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson fór einn á Ólympíuleikana. Ef við berum saman síðustu þrjá leika þá náðu inn tólf einstaklingsíþróttamenn árið 2008, þrettán árið 2012 og átta árið 2016. Ef rýnt er í þessar tölur er augljóst að kröfur og lágmörk til þess að keppa á Ólympíuleikum hafa hækkað á meðan að stuðningur frá ríkinu við íslenskt afreksíþróttafólk hefur ekki fylgt eftir þeirri þróun. Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna. Virðingsfyllst, Fyrir hönd íslensks afreksíþróttafólks á Íslandi Anton Sveinn McKee Guðlaug Edda Hannesdóttir Hlynur Andrésson Hér má sjá bréfið frá desember 2019: Réttindi afreksíþróttafólks Kæra Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og til þeirra er málið varðar, Síðastliðinn áratug hefur íslenskt afreksíþróttafólk reglulega stigið fram opinberlega og talað um slæma fjárhags- og réttindastöðu sína. Afreksíþróttafólk hefur fengið árangurstengda styrki frá Afrekssjóði ÍSÍ og oftar en ekki eru þessir styrkir eina innkoma afreksíþróttafólks til þess að fjármagna keppnis- og æfingaferðir. Styrkir sem þessir eru ekki skilgreindir sem laun, svo að afreksíþróttafólk vinnur sér ekki inn réttindi á meðan á ferlinum stendur. Flest íslenskt afreksíþróttafólk reynir að vinna til að standa undir kostnaði við íþrótt sína, á meðan keppninautar þess á heimsvísu geta helgað sig sinni íþrótt. Til þess að komast á heimsmælikvarða þarf íþróttin að vera atvinna einstaklingsins og torgert er að vera í fullu starfi á meðan á ferlinum stendur. Eftir íþróttaferilinn stendur margt íslenskt afreksíþróttafólk uppi með skuldir á bakinu og réttindalaust. Afreksíþróttafólk hefur ekki lífeyrisréttindi, stéttarfélagsaðild, atvinnuleysisbætur, aðgengi að sjúkra- og starfsmenntasjóði, né réttindi til fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Nú á árinu hefur hvert afreksíþróttafólkið á fætur öðru stigið fram og tjáð sig um að staða þess sé ekki góð, að erfitt sé að æfa og keppa á heimsmælikvarða án launa og réttinda. Undirritaðir senda nú beiðni til mennta- og menningarmálaráðuneytis og þeirra er málið varðar að vinna í launa- og réttindamálum íslensks afreksíþróttafólks og koma þeim í réttan farveg, eins og þau eru í öðrum stéttum samfélagsins. Við erum fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi, sameiningartákn þjóðarinnar og sterkar fyrirmyndir. Við viljum halda áfram að gera Íslendinga stolta og iðka íþróttir á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt ef við höfum ekki almenn réttindi. Nú er kominn tími til breytinga. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Alþingi ÍSÍ Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Þetta er niðurlagið í ákalli íslensks afreksíþróttafólks eftir hjálp, sem sent var á fjölmiðla í dag. Íþróttafólkið ítrekar í ákalli sínu beiðni til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um aðgerðir í kjara- og réttindamálum þess, og birtir bréf sem Lilja fékk afhent fyrir 18 mánuðum. Undir ákallið skrifa sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og hlauparinn Hlynur Andrésson. Bent er á þá staðreynd að Anton sé í dag eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hafi lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Útlit sé fyrir að Ísland sendi fámennustu sveit sína á Ólympíuleika í yfir 100 ár. Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur lagt mikið á sig til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum.Instagram/@eddahannesd Íslenskt afreksíþróttafólk í einstaklingsgreinum hefur um árabil kallað eftir því að geta helgað sig sinni íþróttagrein til að standast betur alþjóðlega samkeppni. Enginn launasjóður er starfræktur fyrir íþróttafólk hér á landi en í ákallinu er bent á þingsályktunartillögu Helgu Völu Helgadóttur um slíkan sjóð, í anda launasjóðs stórmeistara í skák og launasjóða listamanna. Helsti opinberi stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi hefur verið í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ sem áætlar að úthluta 515 milljónum króna á árinu 2021. Þeir styrkir fara til aðildarsambanda ÍSÍ og eru hugsaðir til að hjálpa íþróttafólki að ná árangri í alþjóðlegri keppni en skila sér ekki í starfslaunum með tilheyrandi réttindum. Í ákallinu sem sjá má hér að neðan kveðst íþróttafólkið einfaldlega ekki geta beðið lengur eftir bættum kjörum. Yfirlýsingu hópsins og bréf sem sent var til mennta- og menningarmálaráðherra í desember 2019, má sjá hér að neðan. Hlynur Andrésson hefur sett fjölda Íslandsmeta og var afar nálægt því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó með sínu fyrsta maraþonhlaupi í síðasta mánuði. Ákallið frá íslensku afreksíþróttafólki: Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp Afreksíþróttafólk Íslands setur spurningamerki við stuðning ríkisstjórnarinnar á afreksstefnu Íslands í íþróttum. Enn hefur ekkert verið aðhafst í kjara- og réttindamálum afreksíþróttafólks á Íslandi þegar tæplega eitt og hálft ár er liðið frá bréfi afreksíþróttafólks til mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur þrátt fyrir stöðugar ítrekanir til þingmanna, ráðherra og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í kjölfar ofangreinds bréfs og áskorunar sem afhent var Lilju í desember 2019 sagði ráðherra að hún myndi beita sér fyrir réttinda- og launamálum afreksíþróttafólk og sýna stuðning til afreksíþrótta á Íslandi. Nú hafa Hanna Katrín (Viðreisn) og Helga Vala (Samfylking) lagt fram þingsályktunartillögur um réttindi afreksíþróttafólks og afreksstefnu Íslands sem hafa setið fastar í allsherjar- og menntamálanefnd. Á sama tíma hefur ekkert stjórnarfrumvarp verið lagt fram af ríkisstjórninni sjálfri. Þar að auki sat afreksíþróttafólk eftir þegar hinar ýmsu stéttir samfélagsins fengu stuðning vegna COVID-19 faraldursins, til dæmis aukning við listamannalaun. COVID-19 hafði mikil áhrif á tekjumöguleika afreksíþróttafólks þar sem flestum íþróttaviðburðum varð aflýst eða frestað árið 2020 og 2021, þ.á.m Ólympíuleikunum, heimsmeistaramótum, heimsbikarskeppnum, evrópumeistaramótum og svo framv. Við höfum beðið í langan tíma með von í hjarta um að eitthvað yrði gert í réttindamálum okkar og mótuð heildstæð stefna í afreksíþróttum á Íslandi, eins og við sjáum að er til staðar hjá keppinautum okkar í þeim löndum sem við miðum okkur við. Við getum einfaldlega ekki beðið lengur. Framundan eru Ólympíuleikar og í kjölfarið taka við nokkur ár af stanslausum æfingum og keppnum þarf sem þarf að færa mikið af fórnum og vera áfram réttindalaus í íslensku samfélagi til þess að vera fulltrúi Íslands á næstu Ólympíuleikum, stærsta íþróttasviði heims. Þetta er ákvörðun sem besta íþróttafólk í einstaklingsíþróttum á Íslandi stendur frammi fyrir og er ástæðan fyrir því að fæst þeirra halda áfram til að ná toppnum í sinni íþrótt og standa á verðlaunapalli á stórmótum fyrir Íslands hönd. Það er einungis einn íslenskur íþróttamaður, sundmaður Anton Sveinn McKee, sem hefur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókyó sem haldnir verða í sumar. Það lítur út fyrir að Ísland muni senda sitt minnsta lið á Ólympíuleikana í yfir 100 ár, en liðið hefur ekki verið minna síðan á Ólympíuleikunum í London árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson fór einn á Ólympíuleikana. Ef við berum saman síðustu þrjá leika þá náðu inn tólf einstaklingsíþróttamenn árið 2008, þrettán árið 2012 og átta árið 2016. Ef rýnt er í þessar tölur er augljóst að kröfur og lágmörk til þess að keppa á Ólympíuleikum hafa hækkað á meðan að stuðningur frá ríkinu við íslenskt afreksíþróttafólk hefur ekki fylgt eftir þeirri þróun. Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna. Virðingsfyllst, Fyrir hönd íslensks afreksíþróttafólks á Íslandi Anton Sveinn McKee Guðlaug Edda Hannesdóttir Hlynur Andrésson Hér má sjá bréfið frá desember 2019: Réttindi afreksíþróttafólks Kæra Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og til þeirra er málið varðar, Síðastliðinn áratug hefur íslenskt afreksíþróttafólk reglulega stigið fram opinberlega og talað um slæma fjárhags- og réttindastöðu sína. Afreksíþróttafólk hefur fengið árangurstengda styrki frá Afrekssjóði ÍSÍ og oftar en ekki eru þessir styrkir eina innkoma afreksíþróttafólks til þess að fjármagna keppnis- og æfingaferðir. Styrkir sem þessir eru ekki skilgreindir sem laun, svo að afreksíþróttafólk vinnur sér ekki inn réttindi á meðan á ferlinum stendur. Flest íslenskt afreksíþróttafólk reynir að vinna til að standa undir kostnaði við íþrótt sína, á meðan keppninautar þess á heimsvísu geta helgað sig sinni íþrótt. Til þess að komast á heimsmælikvarða þarf íþróttin að vera atvinna einstaklingsins og torgert er að vera í fullu starfi á meðan á ferlinum stendur. Eftir íþróttaferilinn stendur margt íslenskt afreksíþróttafólk uppi með skuldir á bakinu og réttindalaust. Afreksíþróttafólk hefur ekki lífeyrisréttindi, stéttarfélagsaðild, atvinnuleysisbætur, aðgengi að sjúkra- og starfsmenntasjóði, né réttindi til fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Nú á árinu hefur hvert afreksíþróttafólkið á fætur öðru stigið fram og tjáð sig um að staða þess sé ekki góð, að erfitt sé að æfa og keppa á heimsmælikvarða án launa og réttinda. Undirritaðir senda nú beiðni til mennta- og menningarmálaráðuneytis og þeirra er málið varðar að vinna í launa- og réttindamálum íslensks afreksíþróttafólks og koma þeim í réttan farveg, eins og þau eru í öðrum stéttum samfélagsins. Við erum fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi, sameiningartákn þjóðarinnar og sterkar fyrirmyndir. Við viljum halda áfram að gera Íslendinga stolta og iðka íþróttir á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt ef við höfum ekki almenn réttindi. Nú er kominn tími til breytinga.
Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp Afreksíþróttafólk Íslands setur spurningamerki við stuðning ríkisstjórnarinnar á afreksstefnu Íslands í íþróttum. Enn hefur ekkert verið aðhafst í kjara- og réttindamálum afreksíþróttafólks á Íslandi þegar tæplega eitt og hálft ár er liðið frá bréfi afreksíþróttafólks til mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur þrátt fyrir stöðugar ítrekanir til þingmanna, ráðherra og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í kjölfar ofangreinds bréfs og áskorunar sem afhent var Lilju í desember 2019 sagði ráðherra að hún myndi beita sér fyrir réttinda- og launamálum afreksíþróttafólk og sýna stuðning til afreksíþrótta á Íslandi. Nú hafa Hanna Katrín (Viðreisn) og Helga Vala (Samfylking) lagt fram þingsályktunartillögur um réttindi afreksíþróttafólks og afreksstefnu Íslands sem hafa setið fastar í allsherjar- og menntamálanefnd. Á sama tíma hefur ekkert stjórnarfrumvarp verið lagt fram af ríkisstjórninni sjálfri. Þar að auki sat afreksíþróttafólk eftir þegar hinar ýmsu stéttir samfélagsins fengu stuðning vegna COVID-19 faraldursins, til dæmis aukning við listamannalaun. COVID-19 hafði mikil áhrif á tekjumöguleika afreksíþróttafólks þar sem flestum íþróttaviðburðum varð aflýst eða frestað árið 2020 og 2021, þ.á.m Ólympíuleikunum, heimsmeistaramótum, heimsbikarskeppnum, evrópumeistaramótum og svo framv. Við höfum beðið í langan tíma með von í hjarta um að eitthvað yrði gert í réttindamálum okkar og mótuð heildstæð stefna í afreksíþróttum á Íslandi, eins og við sjáum að er til staðar hjá keppinautum okkar í þeim löndum sem við miðum okkur við. Við getum einfaldlega ekki beðið lengur. Framundan eru Ólympíuleikar og í kjölfarið taka við nokkur ár af stanslausum æfingum og keppnum þarf sem þarf að færa mikið af fórnum og vera áfram réttindalaus í íslensku samfélagi til þess að vera fulltrúi Íslands á næstu Ólympíuleikum, stærsta íþróttasviði heims. Þetta er ákvörðun sem besta íþróttafólk í einstaklingsíþróttum á Íslandi stendur frammi fyrir og er ástæðan fyrir því að fæst þeirra halda áfram til að ná toppnum í sinni íþrótt og standa á verðlaunapalli á stórmótum fyrir Íslands hönd. Það er einungis einn íslenskur íþróttamaður, sundmaður Anton Sveinn McKee, sem hefur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókyó sem haldnir verða í sumar. Það lítur út fyrir að Ísland muni senda sitt minnsta lið á Ólympíuleikana í yfir 100 ár, en liðið hefur ekki verið minna síðan á Ólympíuleikunum í London árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson fór einn á Ólympíuleikana. Ef við berum saman síðustu þrjá leika þá náðu inn tólf einstaklingsíþróttamenn árið 2008, þrettán árið 2012 og átta árið 2016. Ef rýnt er í þessar tölur er augljóst að kröfur og lágmörk til þess að keppa á Ólympíuleikum hafa hækkað á meðan að stuðningur frá ríkinu við íslenskt afreksíþróttafólk hefur ekki fylgt eftir þeirri þróun. Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna. Virðingsfyllst, Fyrir hönd íslensks afreksíþróttafólks á Íslandi Anton Sveinn McKee Guðlaug Edda Hannesdóttir Hlynur Andrésson Hér má sjá bréfið frá desember 2019: Réttindi afreksíþróttafólks Kæra Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og til þeirra er málið varðar, Síðastliðinn áratug hefur íslenskt afreksíþróttafólk reglulega stigið fram opinberlega og talað um slæma fjárhags- og réttindastöðu sína. Afreksíþróttafólk hefur fengið árangurstengda styrki frá Afrekssjóði ÍSÍ og oftar en ekki eru þessir styrkir eina innkoma afreksíþróttafólks til þess að fjármagna keppnis- og æfingaferðir. Styrkir sem þessir eru ekki skilgreindir sem laun, svo að afreksíþróttafólk vinnur sér ekki inn réttindi á meðan á ferlinum stendur. Flest íslenskt afreksíþróttafólk reynir að vinna til að standa undir kostnaði við íþrótt sína, á meðan keppninautar þess á heimsvísu geta helgað sig sinni íþrótt. Til þess að komast á heimsmælikvarða þarf íþróttin að vera atvinna einstaklingsins og torgert er að vera í fullu starfi á meðan á ferlinum stendur. Eftir íþróttaferilinn stendur margt íslenskt afreksíþróttafólk uppi með skuldir á bakinu og réttindalaust. Afreksíþróttafólk hefur ekki lífeyrisréttindi, stéttarfélagsaðild, atvinnuleysisbætur, aðgengi að sjúkra- og starfsmenntasjóði, né réttindi til fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Nú á árinu hefur hvert afreksíþróttafólkið á fætur öðru stigið fram og tjáð sig um að staða þess sé ekki góð, að erfitt sé að æfa og keppa á heimsmælikvarða án launa og réttinda. Undirritaðir senda nú beiðni til mennta- og menningarmálaráðuneytis og þeirra er málið varðar að vinna í launa- og réttindamálum íslensks afreksíþróttafólks og koma þeim í réttan farveg, eins og þau eru í öðrum stéttum samfélagsins. Við erum fulltrúar Íslands á alþjóðavettvangi, sameiningartákn þjóðarinnar og sterkar fyrirmyndir. Við viljum halda áfram að gera Íslendinga stolta og iðka íþróttir á heimsmælikvarða. Það er ekki hægt ef við höfum ekki almenn réttindi. Nú er kominn tími til breytinga.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Alþingi ÍSÍ Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira