Sjaldan tekið jafn mikið af sýnum og í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 16:41 Fjölmargir biðu þolinmóðir eftir því að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag og reyndu margir að nýta tímann vel. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og myndaðist á tímabili löng röð fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut sem teygði sig upp í Ármúla. „Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
„Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent