Fótbolti

Erik­sen sá til þess að Inter mjakast nær titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eriksen jafnaði metin með sannkölluðu þrumuskoti.
Eriksen jafnaði metin með sannkölluðu þrumuskoti. EPA-EFE/CIRO FUSCO

Napoli og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildeinnar í knattspyrnu. Þar með hélt Napoli smá lífi í toppbaráttunni þó það stefni allt í að lærisveinar Antonio Conte verði meistarar.

Heimamenn í Napoli voru töluvert meira með boltann í upphafi leiks og komust yfir þegar 36 mínútur voru liðnar af leiknum. Samir Handanović, markvörður Inter, kom þá út til að ná í boltann en einhver misskilningur varð og boltinn fór af markverðinum og í netið.

Staðan orðin 1-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Christian Eriksen metin með þrumuskoti eftir að varnarmenn Napoli höfðu hreinsað fyrirgjöf Matteo Darmian út úr teignum.

Staðan orðin 1-1 og þó bæði lið hafi sótt til sigurs þá kom sigurmarkið ekki og liðin skildu jöfn. Það þýðir að Inter er nú níu stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan þegar sjö umferðir eru eftir. Napoli er í 5. sæti með 60 stig, tveimur stigum minna en Juventus sem er í síðasta Meistaradeildaræstinu.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×