Meistaradeildarsæti West Ham í hættu eftir tap gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2021 13:30 Joelinton skorar annað mark Newcastle eftir skelfileg mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Owen Humphreys - Pool/Getty Images Newcastle krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 3-2 sigri gegn West ham. Leikmenn Newcastle nýttu sér slæm mistök West Ham manna í fyrri hálfleik, en tíu leikmenn West Ham náðu að jafna leikinn áður en joe Willock skoraði sigurmarkið eftir rúma mínútu á vellinum. Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira