Austrian Golf Open á Evróputúrnum hefst klukkan 11.30 en RBC Heritage er á dagskránni klukkan 17.00. Klukkan 23.00 er það svo LOTTE Championship á PGA-túrnum.
Það er nóg af fótbolta einnig á dagskránni í dag. Fjórir leikir eru í ítalska boltanum og einn í ensku B-deildinni er topplið Norwich mætir Bournemouth.
Stórleikur dagsins er hins vegar á Wembley þar sem Chelsea og Manchester City mætast í undanúrslitum enska bikarsins.
NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers mæta Utah Jazz í NBA körfuboltanum en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.