HSÍ vill byrja sem fyrst og furðar sig á gagnrýninni Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 14:01 FH vann Selfoss í einum af síðustu leikjunum áður en keppnisbann tók gildi á Íslandi 25. mars. vísir/hulda „Við viljum byrja. Við viljum fá handboltann í gang sem fyrst. Það eru okkar hagsmunir. En við viljum líka fara að vilja félaganna,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“ Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“
Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira