Vilja rannsaka leka nektarmyndar af þingmanni Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2021 21:46 Þingmaðurinn Will Amos hefur beðist afsökunar á atvikinu. Facebook Þingmenn á kanadíska þinginu hafa kallað eftir rannsókn á því hvernig mynd af lokuðum fundi fór í dreifingu. Umrædd mynd sýnir þingmanninn Will Amos nakinn, þar sem hann gleymdi að slökkva á vefmyndavél sinni þegar hann skipti um föt á meðan fundi stóð. Í ljósi þess að fundurinn var lokaður þykir einsýnt að skjáskotið hafi verið tekið af öðrum þingmanni. Amos, sem baðst innilegrar afsökunar á atvikinu, segist skammast sín fyrir að hafa gleymt að slökkva á myndavélinni og að um heiðarleg mistök hafi verið að ræða. „Ég gerði mjög óheppileg mistök í dag, og ég skammast mín augljóslega fyrir það. Það var óvart kveikt á myndavélinni á meðan ég skipti yfir í vinnuföt eftir skokk,“ skrifaði Amos á Twitter-síðu sína. I made a really unfortunate mistake today & obviously I’m embarrassed by it. My camera was accidentally left on as I changed into work clothes after going for a jog. I sincerely apologize to all my colleagues in the House. It was an honest mistake + it won’t happen again.— Will Amos (@WillAAmos) April 14, 2021 Fyrstu viðbrögð annarra þingmanna á fundinum voru á þann veg að minna á klæðaburðarreglur þingsins. „Það gæti verið nauðsynlegt að minna fundarmenn, sérstaklega karlkyns, á að bindi og jakki er skyldufatnaður en einnig bolur, nærbuxur og buxur,“ sagði Claude DeBellefeuille, meðlimur Bloc Québécois. Eftir að myndin fór í dreifingu hafa margir velt upp spurningum varðandi birtingu slíkra mynda á netinu og hefur atvikið verið fordæmt. „Að deila nektarmyndum af fólki án þeirra samþykkis er ömurlegt undir öllum kringumstæðum. Það að þingmaður leki slíkri mynd til fjölmiðla er algjört brot á bæði manneskjunni á þeirri mynd en einnig, að ég held, reglum þingsins,“ skrifaði almannatengillinn Lisa Kirbie um atvikið. Samkvæmt kanadískum hegningarlögum er ólöglegt að deila slíkum myndum ef það liggur fyrir að manneskjan á myndinni gaf ekki samþykki fyrir því. Þingmenn hafa því kallað eftir rannsókn á atvikinu, sem segja dreifinguna vera illkvittna og að hún muni hafa varanlegar afleiðingar í för með sér fyrir Amos. Kanada Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Sjá meira
Í ljósi þess að fundurinn var lokaður þykir einsýnt að skjáskotið hafi verið tekið af öðrum þingmanni. Amos, sem baðst innilegrar afsökunar á atvikinu, segist skammast sín fyrir að hafa gleymt að slökkva á myndavélinni og að um heiðarleg mistök hafi verið að ræða. „Ég gerði mjög óheppileg mistök í dag, og ég skammast mín augljóslega fyrir það. Það var óvart kveikt á myndavélinni á meðan ég skipti yfir í vinnuföt eftir skokk,“ skrifaði Amos á Twitter-síðu sína. I made a really unfortunate mistake today & obviously I’m embarrassed by it. My camera was accidentally left on as I changed into work clothes after going for a jog. I sincerely apologize to all my colleagues in the House. It was an honest mistake + it won’t happen again.— Will Amos (@WillAAmos) April 14, 2021 Fyrstu viðbrögð annarra þingmanna á fundinum voru á þann veg að minna á klæðaburðarreglur þingsins. „Það gæti verið nauðsynlegt að minna fundarmenn, sérstaklega karlkyns, á að bindi og jakki er skyldufatnaður en einnig bolur, nærbuxur og buxur,“ sagði Claude DeBellefeuille, meðlimur Bloc Québécois. Eftir að myndin fór í dreifingu hafa margir velt upp spurningum varðandi birtingu slíkra mynda á netinu og hefur atvikið verið fordæmt. „Að deila nektarmyndum af fólki án þeirra samþykkis er ömurlegt undir öllum kringumstæðum. Það að þingmaður leki slíkri mynd til fjölmiðla er algjört brot á bæði manneskjunni á þeirri mynd en einnig, að ég held, reglum þingsins,“ skrifaði almannatengillinn Lisa Kirbie um atvikið. Samkvæmt kanadískum hegningarlögum er ólöglegt að deila slíkum myndum ef það liggur fyrir að manneskjan á myndinni gaf ekki samþykki fyrir því. Þingmenn hafa því kallað eftir rannsókn á atvikinu, sem segja dreifinguna vera illkvittna og að hún muni hafa varanlegar afleiðingar í för með sér fyrir Amos.
Kanada Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Sjá meira