Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 15:23 Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum. Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum.
Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira