Ótrúleg tölfræði Ómars Inga eftir landsleikjahléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 13:01 Ómar Ingi Magnússon hefur skorað eins og óður maður fyrir Magdeburg síðustu vikurnar. getty/Hendrik Schmidt Það er engu logið að Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hafi verið óstöðvandi að undanförnu. Eftir landsleikjahléið hefur hann verið markahæstur hjá Magdeburg í öllum leikjum liðsins nema tveimur. Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad. Þýski handboltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira
Gamla stórveldinu Magdeburg hefur vegnað vel á tímabilinu, er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Það er ekki síst fyrir tilstilli Ómars Inga sem hefur leikið sérlega vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg. Hann er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 162 mörk og markahæstur Magdeburg-manna í Evrópudeildinni með 72 mörk. Þá eru ótaldar allar stoðsendingarnar sem Ómar Ingi gefur á samherja sína. Ómar Ingi hefur verið sérstaklega öflugur eftir keppni hófst á ný eftir landsleikjahléið í byrjun síðasta mánaðar. Selfyssingurinn hefur skorað 63 mörk í átta leikjum eftir landsleikjahléið, eða 7,9 mörk að meðaltali í leik. Í helmingi þessa leikja hefur hann skorað níu mörk eða meira. Ómar Ingi kom til Magdeburg síðasta sumar eftir fjögur tímabil í Danmörku, tvö með Århus og tvö með Álaborg. Hann varð meistari með síðarnefnda liðinu.getty/Peter Niedung Ómar Ingi hefur verið markahæstur í liði Magdeburg í sex af átta leikjum liðsins eftir landsleikjahléið. Hann var ekki markahæstur í 29-24 sigri á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni 21. mars og skoraði svo bara tvö mörk í 35-24 sigri á Eurofarm Palister í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hann spilaði reyndar lítið enda Magdeburg með átta marka forskot eftir fyrri leikinn. Ómar Ingi hefur skorað tólf mörk í síðustu tveimur leikjum Magdeburg, 26-33 sigri á Nordhorn á sunnudaginn og 28-34 sigri á Kristianstad í Íslendingaslag í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar gegn sænska liðinu og kom því með beinum hætti að sautján mörkum Magdeburg. Auk þess að vera þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar er Ómar Ingi í 18. sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar, eða 58 talsins. Þess má geta að Ómar Ingi var stoðsendingakóngur dönsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19. Hann gaf þá 112 stoðendingar en næsti maður á lista gaf 88. Magdeburg hefur góða reynslu af örvhentum íslenskum skyttum en sem kunnugt er lék Ólafur Stefánsson með liðinu við góðan orðstír um aldamótin. Magdeburg varð þá þýskur meistari og vann Meistaradeildina og EHF-bikarinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Melsungen, liði Guðmundar Guðmundssonar, á sunnudaginn. Á þriðjudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Kristianstad.
Þýski handboltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira