Southgate hvetur menn til að haga sér í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 09:01 Landsliðseinvaldur Englands, Gareth Southgate, vill engin fíflalæti í aðdraganda EM. Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hvatt leikmenn sína til að haga sér í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í sumar. Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira