Ekki þurfti að fresta Pepsi Max deild kvenna né Mjólkurbikarnum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið vegna kórónuveirunnar því þau mót hefjast ekki fyrr en í lok apríl og byrjun maí.
Pepsi Max deild karla sem átti að hefjast 22. apríl hefst þann 30. apríl og verður fyrsta umferðin leikin 30. apríl til 2. maí.
Föstudaginn 16. apríl verður ný niðurröðun leikja Pepsi Max deildar karla kynnt en endurröðun mótsins nær í meginatriðum til fyrstu 5 umferðanna.
Upphaf knattspyrnumóta sumarsins 2021 🇮🇸⚽️😊 https://t.co/I2xhteTpIw
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 14, 2021
Mjólkurbikar karla hefst hefst 23. apríl og verður fyrsta umferð keppninnar leikin dagana 23. apríl til 25. apríl.
Önnur umferðin verður leikin 30. apríl til 3. maí og hefst svo aðalkeppnin í júní.
Föstudaginn 16. apríl verða nýjar dagsetningar leikja Mjólkurbikarsins kynntar.
Ákvarðanir um framhald Lengjubikarsins og Meistarakeppni KSÍ verða rædd á fundi stjórnar KSÍ á morgun.
Í frétt KSÍ kemur einnig fram að vinna við uppsetningu á Íslandsmótum og bikarkeppnum yngri flokka sé í fullum gangi.