Féll í yfirlið fyrir framan blaðamenn á AstraZeneca-fundinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 16:53 Tanja Erichsen, yfirmaður hjá Lyfjastofnun Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Tanja Erichsen, yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur, féll í yfirlið á blaðamannafundi heilbrigðisyfirvalda í dag, þar sem ákvörðun um að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca í Danmörku var til umræðu. Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“