Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 19:20 Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar. Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar.
Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira