Gæði sýnanna mikil en átta vikna bið næsta mánuðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. apríl 2021 07:48 Heilbrigðisráðuneytið hefur fengið jákvæð svör frá Landspítala um að taka við rannsóknunum. Vísir/Getty Svör hafa borist við 3.000 af 3.300 leghálssýnum sem hafa verið send utan til rannsókna. Búist er við 300 svörum í þessari viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir einnig að vel gangi að koma sýnum til rannsóknar en áætlaður svartími næsta mánuðinn sé engu að síður átta vikur. „Reiknað er með að 500 sýni verði send utan á mánudaginn og öll sýni verði farin utan fyrir mánaðamót og jafnvægi komið á.“ Þess ber að geta að eftir að gengið var til samninga við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku um umræddar rannsóknir hafa forsvarsmenn heilsugæslunnar ýmist sagt að svartíminn verði tíu dagar eða þrjár til fjórar vikur. Í fréttinni segir einnig að af 1.900 sýnum hafi einungis 27 verið ófullnægjandi. Þar af voru sjö tekin af ljósmæðrum eða hjúkrunarfræðingum á heilsugæslustöðvum landsins. „Það sýnir að gæði sýnatöku hjá heilsugæslu eru mjög mikil. Þetta er í samræmi við fyrri reynslu en ljósmæður hafa í mörg ár tekið um 60% sýna hér á landi og ófullnægjandi sýni verið fá,“ segir í fréttinni. Um svör til kvenna segir eftirfarandi: „Öll svör hafa borist og verið yfirfarin þó konum hafi ekki borist svör inn á island. Haft hefur verið samband við þær konur sem þurfa frekari rannsókn eins og leghálsspeglun. Konur eiga að geta treyst því að fljótt sé brugðist við þegar niðurstöður krefjast þess þó það hafi dregist lengur en vonir stóðu til að fá svör við sýnum. Hafi ekki verið haft samband við konur má reikna með að sýni þeirra hafi verið eðlileg eða mælt verði með eftirliti eftir 6 eða 12 mánuði. Öllum konum eiga að berast niðurstöður á island.is að lokum. Vænta má styttri svartíma á næstu vikum og við erum þakklát fyrir þá þolinmæði sem konur almennt hafa sýnt gagnvart þessum breytingum.“ Boðið er upp á sérstaka svarþjónustu um krabbameinsskimanir á netspjallinu á heilsuvera.is. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þar segir einnig að vel gangi að koma sýnum til rannsóknar en áætlaður svartími næsta mánuðinn sé engu að síður átta vikur. „Reiknað er með að 500 sýni verði send utan á mánudaginn og öll sýni verði farin utan fyrir mánaðamót og jafnvægi komið á.“ Þess ber að geta að eftir að gengið var til samninga við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku um umræddar rannsóknir hafa forsvarsmenn heilsugæslunnar ýmist sagt að svartíminn verði tíu dagar eða þrjár til fjórar vikur. Í fréttinni segir einnig að af 1.900 sýnum hafi einungis 27 verið ófullnægjandi. Þar af voru sjö tekin af ljósmæðrum eða hjúkrunarfræðingum á heilsugæslustöðvum landsins. „Það sýnir að gæði sýnatöku hjá heilsugæslu eru mjög mikil. Þetta er í samræmi við fyrri reynslu en ljósmæður hafa í mörg ár tekið um 60% sýna hér á landi og ófullnægjandi sýni verið fá,“ segir í fréttinni. Um svör til kvenna segir eftirfarandi: „Öll svör hafa borist og verið yfirfarin þó konum hafi ekki borist svör inn á island. Haft hefur verið samband við þær konur sem þurfa frekari rannsókn eins og leghálsspeglun. Konur eiga að geta treyst því að fljótt sé brugðist við þegar niðurstöður krefjast þess þó það hafi dregist lengur en vonir stóðu til að fá svör við sýnum. Hafi ekki verið haft samband við konur má reikna með að sýni þeirra hafi verið eðlileg eða mælt verði með eftirliti eftir 6 eða 12 mánuði. Öllum konum eiga að berast niðurstöður á island.is að lokum. Vænta má styttri svartíma á næstu vikum og við erum þakklát fyrir þá þolinmæði sem konur almennt hafa sýnt gagnvart þessum breytingum.“ Boðið er upp á sérstaka svarþjónustu um krabbameinsskimanir á netspjallinu á heilsuvera.is.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira