NRK segir frá þessu en Kjærvik hefur verið verjandi sakborninga í fjölda morðmála, sem mikið hefur verið fjallað um, í gegnum árin.
Tor Gulbrandsen hjá Oslóarlögreglunni segir í samtali við NRK að maður á fertugaldri sé í haldi vegna gruns um að hafa skotið Kjærvik til bana. Er tekið fram að maðurinn sé Norðmaður.

Kjærvik varð sjötugur í mars síðastliðinn, en lögregla staðfesti í morgun að hann og gerandinn tengist nánum böndum.
Nágrannar segjast hafa heyrt sjö skothljóð og svo mikið öskur. Skömmu síðar hafi svo heyrst hróp úti á götu og þá hafi sést til manns með skotvopn hlaupa yfir götuna.
Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt manninn sem er í haldi. Hald hefur verið lagt á skotvopn sem er talið vera morðvopnið.
Kjærvik er vel þekktur í Noregi, en hann var meðal annars verjandi sakborninga í Orderud-málinu svokallaða þar sem þrír voru skotnir til bana á heimili í Sørum í maí 1999.