Dæmdur fyrir líkamsárás í kjölfar umferðarofsa á Miklubraut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 18:36 Umferðarofsi þar sem ökumenn gáfu hvor öðrum niðrandi fingurmerki var kveikjan að málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað eftir umferðarofsa á Miklubraut í október árið 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira