Þá verðum við í beinni útsendingu frá eldstöðvunum á Fagradalsfjalli en til skoðunar er að hefja gjaldtöku á bílastæði við svæðið.
Við sýnum myndir frá Austurvelli þar sem flóttafólk safnaðist saman í dag til að mótmæla brottvísun til Grikklands. Við segjum líka frá áhuga heimamanna á Norðfirði á að auka hlut sinn í Síldarvinnslunni á ný, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á markað.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.