Solskjær: Ef þetta væri sonur minn fengi hann ekki að borða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:00 Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho eftir leik gærdagsins. Matthew Peters/Getty Images Það var mikill hiti í leik Tottenham Hotspur og Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að Man United vann 3-1 en það var atvik í stöðunni 0-0 sem var helsta umræðuefnið að leik loknum. Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn