Solskjær: Ef þetta væri sonur minn fengi hann ekki að borða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:00 Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho eftir leik gærdagsins. Matthew Peters/Getty Images Það var mikill hiti í leik Tottenham Hotspur og Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að Man United vann 3-1 en það var atvik í stöðunni 0-0 sem var helsta umræðuefnið að leik loknum. Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira