Mourinho: Ég skil ekkert sem tengist VAR Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2021 21:30 Báðir stjórar voru ósáttir við störf dómaranna í dag. vísir/Getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, telur sitt lið hafa verið óheppið með myndbandadómgæsluna í tapinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Raunar voru gestirnir úr Manchester einnig afar ósáttir með störf dómaranna í leiknum og þótti illa að sér vegið í fyrri hálfleiknum þar sem meðal annars var dæmt mark af Edinson Cavani fyrir litlar sakir í aðdraganda marksins. Mourinho talaði hins vegar um það eftir leik að hans lið hefði verið hlunnfarið af dómaranum, eða VAR myndbandadómgæslunni. „Við mættum góðu liði sem hefur marga sterka leikmenn á miðjunni. Við fengum frábær tækifæri til að skora annað mark. Við áttum tilraun í stöngina og vorum betri á þeim kafla,“ sagði Mourinho og hélt áfram. „Mér fannst þetta góður leikur og mér fannst við ekki verðskulda þessi úrslit. Við vorum líka óheppnir því kannski átti Pogba að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier.“ „Ég veit ekkert um VAR. Ég horfi á Fulham á móti Wolves og ég skil ekkert í neinu af þessu lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur að fagna mörkum því maður er alltaf smeykur við VAR,“ segir Mourinho. Mourinho var einnig hundóánægður með ummæli kollega síns, Ole Gunnar Solskjær, um Son Heung Min í leikslok eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ole Gunnar fordæmdi Son fyrir viðbrögð sín þegar fyrsta mark Man Utd var dæmt af og sagðist ekki myndu gefa syni sínum að borða ef hann myndi haga sér með sama hætti og Son. "Son is very lucky his father is a better person than Ole."Jose Mourinho is fuming with Ole Gunnar Solskjaer's comments at full-time about Son pic.twitter.com/nfK9Gx0ePp— Football Daily (@footballdaily) April 11, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Raunar voru gestirnir úr Manchester einnig afar ósáttir með störf dómaranna í leiknum og þótti illa að sér vegið í fyrri hálfleiknum þar sem meðal annars var dæmt mark af Edinson Cavani fyrir litlar sakir í aðdraganda marksins. Mourinho talaði hins vegar um það eftir leik að hans lið hefði verið hlunnfarið af dómaranum, eða VAR myndbandadómgæslunni. „Við mættum góðu liði sem hefur marga sterka leikmenn á miðjunni. Við fengum frábær tækifæri til að skora annað mark. Við áttum tilraun í stöngina og vorum betri á þeim kafla,“ sagði Mourinho og hélt áfram. „Mér fannst þetta góður leikur og mér fannst við ekki verðskulda þessi úrslit. Við vorum líka óheppnir því kannski átti Pogba að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier.“ „Ég veit ekkert um VAR. Ég horfi á Fulham á móti Wolves og ég skil ekkert í neinu af þessu lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur að fagna mörkum því maður er alltaf smeykur við VAR,“ segir Mourinho. Mourinho var einnig hundóánægður með ummæli kollega síns, Ole Gunnar Solskjær, um Son Heung Min í leikslok eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ole Gunnar fordæmdi Son fyrir viðbrögð sín þegar fyrsta mark Man Utd var dæmt af og sagðist ekki myndu gefa syni sínum að borða ef hann myndi haga sér með sama hætti og Son. "Son is very lucky his father is a better person than Ole."Jose Mourinho is fuming with Ole Gunnar Solskjaer's comments at full-time about Son pic.twitter.com/nfK9Gx0ePp— Football Daily (@footballdaily) April 11, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25