Mourinho: Ég skil ekkert sem tengist VAR Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. apríl 2021 21:30 Báðir stjórar voru ósáttir við störf dómaranna í dag. vísir/Getty Jose Mourinho, stjóri Tottenham, telur sitt lið hafa verið óheppið með myndbandadómgæsluna í tapinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Raunar voru gestirnir úr Manchester einnig afar ósáttir með störf dómaranna í leiknum og þótti illa að sér vegið í fyrri hálfleiknum þar sem meðal annars var dæmt mark af Edinson Cavani fyrir litlar sakir í aðdraganda marksins. Mourinho talaði hins vegar um það eftir leik að hans lið hefði verið hlunnfarið af dómaranum, eða VAR myndbandadómgæslunni. „Við mættum góðu liði sem hefur marga sterka leikmenn á miðjunni. Við fengum frábær tækifæri til að skora annað mark. Við áttum tilraun í stöngina og vorum betri á þeim kafla,“ sagði Mourinho og hélt áfram. „Mér fannst þetta góður leikur og mér fannst við ekki verðskulda þessi úrslit. Við vorum líka óheppnir því kannski átti Pogba að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier.“ „Ég veit ekkert um VAR. Ég horfi á Fulham á móti Wolves og ég skil ekkert í neinu af þessu lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur að fagna mörkum því maður er alltaf smeykur við VAR,“ segir Mourinho. Mourinho var einnig hundóánægður með ummæli kollega síns, Ole Gunnar Solskjær, um Son Heung Min í leikslok eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ole Gunnar fordæmdi Son fyrir viðbrögð sín þegar fyrsta mark Man Utd var dæmt af og sagðist ekki myndu gefa syni sínum að borða ef hann myndi haga sér með sama hætti og Son. "Son is very lucky his father is a better person than Ole."Jose Mourinho is fuming with Ole Gunnar Solskjaer's comments at full-time about Son pic.twitter.com/nfK9Gx0ePp— Football Daily (@footballdaily) April 11, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Raunar voru gestirnir úr Manchester einnig afar ósáttir með störf dómaranna í leiknum og þótti illa að sér vegið í fyrri hálfleiknum þar sem meðal annars var dæmt mark af Edinson Cavani fyrir litlar sakir í aðdraganda marksins. Mourinho talaði hins vegar um það eftir leik að hans lið hefði verið hlunnfarið af dómaranum, eða VAR myndbandadómgæslunni. „Við mættum góðu liði sem hefur marga sterka leikmenn á miðjunni. Við fengum frábær tækifæri til að skora annað mark. Við áttum tilraun í stöngina og vorum betri á þeim kafla,“ sagði Mourinho og hélt áfram. „Mér fannst þetta góður leikur og mér fannst við ekki verðskulda þessi úrslit. Við vorum líka óheppnir því kannski átti Pogba að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot á Serge Aurier.“ „Ég veit ekkert um VAR. Ég horfi á Fulham á móti Wolves og ég skil ekkert í neinu af þessu lengur. Stundum færðu eitthvað og stundum ekki. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er hættur að fagna mörkum því maður er alltaf smeykur við VAR,“ segir Mourinho. Mourinho var einnig hundóánægður með ummæli kollega síns, Ole Gunnar Solskjær, um Son Heung Min í leikslok eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Ole Gunnar fordæmdi Son fyrir viðbrögð sín þegar fyrsta mark Man Utd var dæmt af og sagðist ekki myndu gefa syni sínum að borða ef hann myndi haga sér með sama hætti og Son. "Son is very lucky his father is a better person than Ole."Jose Mourinho is fuming with Ole Gunnar Solskjaer's comments at full-time about Son pic.twitter.com/nfK9Gx0ePp— Football Daily (@footballdaily) April 11, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Mögnuð endurkoma Man Utd í bráðfjörugum leik Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð bráðfjörugur leikur. 11. apríl 2021 17:25