Enski boltinn

Wat­kins eftir tapið gegn Liver­pool: Hefðum getað komist í 2-0

Anton Ingi Leifsson skrifar
Watkins fagnar marki sínu á Anfield í dag en það dugði ekki til sigurs né jafntefli.
Watkins fagnar marki sínu á Anfield í dag en það dugði ekki til sigurs né jafntefli. Martin Rickett/Getty

Ollie Watkins, framherji Aston Villa, segir að ef Villa hefðu nýtt tækifæri sín í síðari hálfleik þá hefðu þeir getað náð tveggja marka forystu gegn ensku meisturunum í Liverpool.

Villa mætti á Anfield í dag og komst yfir en mörk frá Mohamed Salah um miðjan síðari hálfleik og sigurmark Trent Alexander Arnold í uppbótartíma tryggði Liverpool sigurinn.

Framherjinn og markaskorari Villa í leiknum sagði að hann og samherjar sínar hefðu verið svekktir í búningsklefanum eftir leik.

„Þetta er erfitt. Við áttum ekki skilið að vera yfir í hálfleik,“ sagði Watkins.

„Í síðari hálfleiknum börðumst við á móti og ef hefðum nýtt tækifæri okkar þá hefðum við getað komist í 2-0.“

„Eitt stig hefði verið sanngjarnt en spilamennska okkar sveiflaðist of mikið. Við voru óheppnir en við getum lært af þessu,“ sagði framherjinn.

Watkins fagnaði marki sínu með að setja boltann undir treyjuna og öllum að óvörum, eða ekki, þá verður hann faðir á næstunni.


Tengdar fréttir

Liverpool kom til baka og lagði Aston Villa

Aston Villa vann stórsigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en það var öllu meira jafnræði með liðunum þegar þau áttust við á Anfield í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×