Koma mjaldursins afar óvenjuleg Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:33 Mjaldurinn í höfninni í dag. Skjáskot Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð. Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli. Dýr Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli.
Dýr Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira