Koma mjaldursins afar óvenjuleg Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2021 21:33 Mjaldurinn í höfninni í dag. Skjáskot Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð. Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli. Dýr Reykjavík Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Mjaldurinn virðist hafa spókað sig í sjónum nokkra stund en látið sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. En fiskisagan flýgur. Þegar fréttastofu bar að garði höfðu nokkrir forvitnir borgarbúar gengið niður að höfn í von um að berja mjaldurinn augum. Þar á meðal tveir hvalasérfræðingar, sem segja komu mjaldursins afar óvenjulega enda Ísland langt frá heimkynnum tegundarinnar. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, telur nær öruggt að þarna hafi verið mjaldur á ferð í dag. Hvíti liturinn á dýrinu gefi það til kynna. Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir komu mjaldursins afar óvenjulega.Stöð 2 „Það eru svosem til albinóar af öðrum tegundum en stærðin og útlitið eins og hægt var að sjá af þessum myndum. Og ekki síst, mér sýndist hann hnykkja til höfðinu en hann er eina tegundin sem hreyfir hausinn, hálsliðina.“ Er þetta algengt, að sjá mjaldra á þessum slóðum? „Alls ekki. Mjaldrar eru hánorrænir hvalir og sérhæfa sig við ísröndina. Þeir fylgja henni og eru algengir við norðurhluta Rússlands og Grænland, austurströnd Kanada. Hér er alls ekki þeirra búsvæði,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur hjá Háskóla Íslands. „En stundum gerist það að við fáum hvalir inn í hafnir og oftast eru þeir á nýjum slóðum og líklegast eitthvað villtir. En blessunarlega flestir koma sér aftur út, sem viðvonum að hafi gerst í þessu tilfelli. Þannig að vissulega, þetta er óvenjulegt.“ Gísli veit síðast til þess að mjaldur hafi sést hér á landi í Steingrímsfirði árið 2013. „Síðan var um þetta leyti, ég man ekki árið, í Borgarfirði eystra um töluvert langt skeið mjaldur sem svamlaði þar og hélt til en fór svo að lokum burt. Þannig að ef þessi hefur farið strax er það auðvitað fínt fyrir hann,“ segir hann. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsdóknarstofnun segir mjaldur síðast hafa sést við Ísland árið 2013.Stöð 2 Þá er koma mjaldursins einnig óvenjuleg fyrir þær sakir að hann kom einn en mjaldrar eru mikil hópdýr og afar félagslyndir. „Þegar þeir eru svona einir á ferð vitum við að þetta er ekki eðlilegt fyrir þá en vonandi koma þeir sér út úr þessum aðstæðum og finna sér hóp á ný,“ segir Edda. Afar fáir mjaldrar hafa sést við Íslandsstrendur frá því skráningar hófust. „Ævar Petersen, sem starfaði á Náttúrufræðistofnun, hann hefur grúskað mikið í sögulegum heimildum um hvalreka og fundið 25 dæmi á síðustu 300 árum. Þetta er mjög óalgengt,“ segir Gísli.
Dýr Reykjavík Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira