Dagný jákvæð og neikvæð en verður heima: Hef spilað fótbolta mikið veikari Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 09:39 Dagný Brynjarsdóttir fagnar einu markanna gegn Reading síðasta laugardag. Hún fór að finna fyrir flensueinkennum eftir að hún kom heim til Lundúna. Getty/Warren Little „Ég finn fyrir vægum einkennum en ég veit ekki hvort þetta séu týpísk Covid-einkenni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir sem þarf að bíta í það súra epli að missa af landsleikjunum gegn Ítalíu á morgun og miðvikudag. Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira