Dagný jákvæð og neikvæð en verður heima: Hef spilað fótbolta mikið veikari Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 09:39 Dagný Brynjarsdóttir fagnar einu markanna gegn Reading síðasta laugardag. Hún fór að finna fyrir flensueinkennum eftir að hún kom heim til Lundúna. Getty/Warren Little „Ég finn fyrir vægum einkennum en ég veit ekki hvort þetta séu týpísk Covid-einkenni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir sem þarf að bíta í það súra epli að missa af landsleikjunum gegn Ítalíu á morgun og miðvikudag. Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira