Greiddi ungri kærustu miskabætur í fyrra en nú sjálfur bótaþegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2021 15:31 Karlmaðurinn var dæmdur fyrir ári til að greiða fyrrverandi kærustu sinni, sem þá var unglingsstúlka, 500 þúsund krónur í bætur. Nú fékk hann 250 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem fyrir ári var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meðal annars að hóta unglingsstúlku að birta af henni nektarmyndir hefur fengið dæmdar 250 þúsund krónur í miskabætur frá íslenska ríkinu. Ástæðan var sú að lögregla rannsakaði síma hans án heimildar. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á þriðjudag. Forsaga málsins er sú að unglingsstúlkan og karlmaðurinn, sem var nokkrum árum eldri, höfðu verið par og sagði stúlkan aldursmuninn hafa gert vinskap þeirra óviðeigandi. Eftir að þau hættu saman fóru stúlkunni að berast skilaboð sem leiddu til þess að stúlkan kærði manninn. Sagðist á barmi taugaáfalls Skilaboðin voru send á tímabilinu september 2015 til mars 2016 þegar hún lagði fram kæruna. Fyrrverandi kærastinn væri að hóta birtingu nektarmynda og kúgaði hana með því að hóta því að fyrirvara sér. Hún lýsti því þannig að hún væri á barmi taugaáfalls. Skilaboðin sem kært var fyrir voru 38 og var karlmaðurinn dæmdur fyrir 22 þeirra. Þó kom fram í dómnum að ekkert benti til þess að hann hefði staðið við hótanir sínar og birt myndirnar. Þá hefði hann beðið stúlkuna afsökunar í skilaboðum árið 2017 og um leið lýst því yfir að hann myndi láta hana alveg í friði næstu mánuði. Leit Héraðsdómur Reykjaness til þess að langur tími leið frá því að brotin áttu sér stað og þar til ákæra var gefin út. Fór svo að karlmaðurinn fékk fyrrnefndan þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og var dæmdur til að greiða henni 500 þúsund krónur í bætur. Hann hefur nú fengið helminginn upp í þá upphæð til baka frá íslenska ríkinu. Eyddi spjalli þar sem kynfæri stúlkunnar sáust á mynd Ástæðan er sú að þegar karlmaðurinn var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og farsími hans handlagður þar sem talið var að þar mætti finna sönnunargögn í málinu. Hann hefði viðurkennt að hafa myndir af stúlkunni í síma sínum og opnaði við það tækifæri spjall á milli hans og stúlkunnar, þar sem sjá mátti kynfæri stúlkunnar. Eyddi hann spjalli sínu við stúlkuna að viðstöddum rannsóknaraðilum og verjanda sínum. Þegar lögregla hugðist rannsaka símann nánar neitaði stefnandi að veita heimild til þess og gefa upp upplýsingar um aðgangsorð. Var símanum komið til tölvurannsóknardeildar þar sem hann var opnaður án dómsúrskurðar. Karlmaðurinn krafðist þess við héraðsdóm í framhaldinu að lögreglu yrði gert að aflétta haldlagningu símans. Þeirri kröfu var hafnað og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð. Í framhaldinu var svo gefin út ákæra á hendur manninum árið 2018 og dómur féll í janúar í fyrra. Stórfellt gáleysi og saknæm háttsemi Í skaðabótamáli mannsins féllst héraðsdómur á kröfu hans um að háttsemi lögreglu og fulltrúa Lögreglustjórans á Suðurnesjum að láta afrita gögn í síma karlmannsins og rannsaka án úrskurðar hefði verið saknæm. Um stórfellt gáleysi hefði verið að ræða. Ekki væri hægt að fallast á rök lögreglu að karlmaðurinn hafi sýnt af sér sök sjálfur með því að neita að afhenda símann til afritunar gagna. Þá væri ekki hægt að fallast á að sú staðreynd að karlmaðurinn hlaut dóm fyrir brot sitt kæmi í veg fyrir að hann ætti rétt á bótum. Voru þær metnar hæfilegar 250 þúsund krónur en hann hafði krafist 800 þúsund króna. Lögreglan Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Ástæðan var sú að lögregla rannsakaði síma hans án heimildar. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á þriðjudag. Forsaga málsins er sú að unglingsstúlkan og karlmaðurinn, sem var nokkrum árum eldri, höfðu verið par og sagði stúlkan aldursmuninn hafa gert vinskap þeirra óviðeigandi. Eftir að þau hættu saman fóru stúlkunni að berast skilaboð sem leiddu til þess að stúlkan kærði manninn. Sagðist á barmi taugaáfalls Skilaboðin voru send á tímabilinu september 2015 til mars 2016 þegar hún lagði fram kæruna. Fyrrverandi kærastinn væri að hóta birtingu nektarmynda og kúgaði hana með því að hóta því að fyrirvara sér. Hún lýsti því þannig að hún væri á barmi taugaáfalls. Skilaboðin sem kært var fyrir voru 38 og var karlmaðurinn dæmdur fyrir 22 þeirra. Þó kom fram í dómnum að ekkert benti til þess að hann hefði staðið við hótanir sínar og birt myndirnar. Þá hefði hann beðið stúlkuna afsökunar í skilaboðum árið 2017 og um leið lýst því yfir að hann myndi láta hana alveg í friði næstu mánuði. Leit Héraðsdómur Reykjaness til þess að langur tími leið frá því að brotin áttu sér stað og þar til ákæra var gefin út. Fór svo að karlmaðurinn fékk fyrrnefndan þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og var dæmdur til að greiða henni 500 þúsund krónur í bætur. Hann hefur nú fengið helminginn upp í þá upphæð til baka frá íslenska ríkinu. Eyddi spjalli þar sem kynfæri stúlkunnar sáust á mynd Ástæðan er sú að þegar karlmaðurinn var færður til skýrslutöku hjá lögreglu og farsími hans handlagður þar sem talið var að þar mætti finna sönnunargögn í málinu. Hann hefði viðurkennt að hafa myndir af stúlkunni í síma sínum og opnaði við það tækifæri spjall á milli hans og stúlkunnar, þar sem sjá mátti kynfæri stúlkunnar. Eyddi hann spjalli sínu við stúlkuna að viðstöddum rannsóknaraðilum og verjanda sínum. Þegar lögregla hugðist rannsaka símann nánar neitaði stefnandi að veita heimild til þess og gefa upp upplýsingar um aðgangsorð. Var símanum komið til tölvurannsóknardeildar þar sem hann var opnaður án dómsúrskurðar. Karlmaðurinn krafðist þess við héraðsdóm í framhaldinu að lögreglu yrði gert að aflétta haldlagningu símans. Þeirri kröfu var hafnað og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð. Í framhaldinu var svo gefin út ákæra á hendur manninum árið 2018 og dómur féll í janúar í fyrra. Stórfellt gáleysi og saknæm háttsemi Í skaðabótamáli mannsins féllst héraðsdómur á kröfu hans um að háttsemi lögreglu og fulltrúa Lögreglustjórans á Suðurnesjum að láta afrita gögn í síma karlmannsins og rannsaka án úrskurðar hefði verið saknæm. Um stórfellt gáleysi hefði verið að ræða. Ekki væri hægt að fallast á rök lögreglu að karlmaðurinn hafi sýnt af sér sök sjálfur með því að neita að afhenda símann til afritunar gagna. Þá væri ekki hægt að fallast á að sú staðreynd að karlmaðurinn hlaut dóm fyrir brot sitt kæmi í veg fyrir að hann ætti rétt á bótum. Voru þær metnar hæfilegar 250 þúsund krónur en hann hafði krafist 800 þúsund króna.
Lögreglan Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira