Öflugur sigur Chelsea gegn Porto Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2021 20:49 Mason Mount og Reece James fagna. Chelsea Football Club/Getty Images Chelsea er í góðri stöðu eftir sigur á Porto í fyrri leik liðanna átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikið var á hlutlausum velli í Sevilla á Spáni. Leikurinn telst þó útileikur fyrir Chelsea. Chelsea fékk skell um helgina í ensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði 5-2 fyrir WBA en þetta var fyrsta tapið undir stjórn Thomas Tuchel. Þeir náðu hins vegar forystunni á 32. mínútu. Jorginho gaf frábæra sendingu á Mount sem lék á Zaidu Sanusi og kláraði færið vel. Þetta var fimmta mark Mounts undir stjórn Tuchels en enginn annar leikmaður hefur skorað fleiri mörk undir stjórn Tuchels en enski landsliðsmaðurinn. Ekki var mikið um færi í síðari hálfleiknum en Porto gerði tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt við litla hrifningu Porto manna. Chelsea tvöfaldaði forystuna fimm mínútum fyrir leikslok. Eftir mistök hjá Corona, hirti Ben Chilwell af honum boltann, lék á markvörðinn og skoraði. Lokatölur 2-0 og Lundúnaliðið í ansi góðri stöðu áður en liðin mætast á nýjan leik, aftur í Sevilla, í næstu viku. 2 - For the first time since March 2012 against Napoli (John Terry & Frank Lampard), Chelsea have had two different English players score for them in the same UEFA Champions League match (Mason Mount & Ben Chilwell). Lions. pic.twitter.com/0VtT3in7ar— OptaJoe (@OptaJoe) April 7, 2021 Meistaradeild Evrópu
Chelsea er í góðri stöðu eftir sigur á Porto í fyrri leik liðanna átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikið var á hlutlausum velli í Sevilla á Spáni. Leikurinn telst þó útileikur fyrir Chelsea. Chelsea fékk skell um helgina í ensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði 5-2 fyrir WBA en þetta var fyrsta tapið undir stjórn Thomas Tuchel. Þeir náðu hins vegar forystunni á 32. mínútu. Jorginho gaf frábæra sendingu á Mount sem lék á Zaidu Sanusi og kláraði færið vel. Þetta var fimmta mark Mounts undir stjórn Tuchels en enginn annar leikmaður hefur skorað fleiri mörk undir stjórn Tuchels en enski landsliðsmaðurinn. Ekki var mikið um færi í síðari hálfleiknum en Porto gerði tilkall til vítaspyrnu en ekkert var dæmt við litla hrifningu Porto manna. Chelsea tvöfaldaði forystuna fimm mínútum fyrir leikslok. Eftir mistök hjá Corona, hirti Ben Chilwell af honum boltann, lék á markvörðinn og skoraði. Lokatölur 2-0 og Lundúnaliðið í ansi góðri stöðu áður en liðin mætast á nýjan leik, aftur í Sevilla, í næstu viku. 2 - For the first time since March 2012 against Napoli (John Terry & Frank Lampard), Chelsea have had two different English players score for them in the same UEFA Champions League match (Mason Mount & Ben Chilwell). Lions. pic.twitter.com/0VtT3in7ar— OptaJoe (@OptaJoe) April 7, 2021
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti