Gísli óttaðist um ferilinn en stuðningur mömmu hjálpaði Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þjáningin skein úr svip Gísla Þorgeirs Kristjánssonar þegar hann gekk af velli eftir að hafa meiðst í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín í mars. Getty/Peter Niedung Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, óttaðist að handboltaferlinum væri lokið þegar hann fór úr axlarlið í síðasta mánuði. Áfallið var mikið en Gísli fékk uppörvandi skilaboð frá lækninum sem sér um aðgerð á öxlinni. Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Gísli hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli og meiddist alvarlega á vinstri öxlinni í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín um miðjan mars. Samkvæmt þýska miðlinum Sky ferðaðist Gísli til Zürich núna um páskahelgina til að fara í aðgerð og þó að ljóst sé að hann verði lengi frá keppni þá mun hann geta snúið aftur á völlinn. „Mér líður betur núna. Fyrstu fimm dagarnir voru erfiðir fyrir mig,“ sagði Gísli í samtali við Sky. Móðir hans, þingmaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flaug til móts við Gísla til að styðja við bakið á honum. „Þetta eru þriðju axlarmeiðslin og í annað sinn sem ég fer í aðgerð á öxlinni. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir mig að vita að tímabilið væri búið og að ég gæti ekki hjálpað liðinu mínu. Það var mjög gott að mamma mín gat fengið hentugt flug frá Íslandi sama dag. Það hjálpaði mér mikið,“ sagði Gísli. View this post on Instagram A post shared by Gi sli Þorgeir Kristja nsson (@gislithorgeir) Aðspurður hvort hefði verið verra, sársaukinn við að meiðast eða tilhugsunin um að kannski myndi hann aldrei jafna sig til fulls, svaraði Gísli: „Ég man í raun ekki eftir neinum sársauka, bara áfallinu yfir því að kannski myndi öxlin aldrei geta haldið aftur. Það var eitt erfiðasta augnablikið á mínum ferli,“ sagði Gísli sem var ánægður með svör læknisins sem sér um aðgerðina: „Það var mjög gott að heyra það þegar hann sagði að ég myndi geta spilað aftur. Hann ætlar að sjá til þess að öxlin verði stöðug og fari ekki aftur úr lið. Það voru mjög góðar fréttir,“ sagði Gísli. Uppfært kl. 12.05: Ummæli Gísla eru frá því fyrir aðgerð en hann mun samkvæmt frétt á handbolti.is fara í aðgerðina í dag.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira