Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 23:00 Ummæli José eftir 2-2 jafnteflið gegn Newcastle fóru ekki vel í mannskapinn. EPA-EFE/Peter Powell Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans. Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira